Alls var strik­að yfir eða fólk fært um sæti 189 sinn­um í Kóp­a­vog­i í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Í til­kynn­ing­u á vef bæj­ar­ins kem­ur fram að flest­ar út­strik­an­ir hafi ver­ið hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um eða alls 114. Fæst­ar þeirr­a voru á list­a Vinstr­i grænn­a, eða að­eins ein.

Í til­kynn­ing­unn­i á vef bæj­ar­ins kem­ur fram að oft­ast hafi ver­ið strik­að yfir nafn Hann­es­ar Stein­dórs­son­ar, sem var í fram­boð­i fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, eða alls 70 sinn­um. Á eft­ir hon­um var oft­ast strik­að yfir Ás­dís­i Kristj­áns­dótt­ur sem var odd­vit­i sama flokks. Alls var strik­að yfir hana 19 sinn­um. Á eft­ir henn­i var oft­ast strik­að yfir Berg­ljót­u Krist­ins­dótt­ur sem er odd­vit­i Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Nánar á myndinni hér að neðan.

Skjáskot/Kópavogsbær