Tímaritið Time magazine hefur tilnefnt blaðamenn sem voru myrt eða fangelsuð á árinu sem manneskju ársins 2018. Meðal þeirra er blaðamaðurinn Jamal Khashoggi. 

Tilnefninguna fá einnig blaðamennirnir sem voru myrtir í skotárás að Capital Gazette í Maryland í Bandaríkjunum í júní, tveir blaðamenn Reuters, Wa Lone and Kyaw Soe Oo, sem voru fangelsaðir í kjölfar rannsóknar og umfjöllunar sinnar um fjöldamorð á Róhingjum í Mjanmar og Maria Ressa blaðakona frá Filippseyjum sem á yfir höfði sér ákæru fyrir skattaundskot, en hún hefur kallað ákæruna pólitíska áreitni.

„Eins og allir mannlegir kostir, þá kemur hugrekkið til okkar með mismunandi hætti á ólíkum tímum,“ sagði ritstjóri Time magazine, Edward Felsenthal, um tilnefninguna.

Fjórir blaðamenn og ein stofnun eru tilnefnd. Það eru þau Jamal Khashoggi, Maria Ressa, Wa Lone and Kyaw Soe Oo og dagblaðið Capital Gazette sem staðsett er í  Annapolis í Maryland.