Efnið psilo­cybin, of­skynjunar­efni sem meðal annars finnst í á­kveðinni tegund af sveppum, getur hugsan­lega nýst sem með­ferð gegn al­var­legu þung­lyndi.

Sam­kvæmt grein læknanna Árnýjar Jóhannes­dóttur og Engil­berts Sigurðs­sonar í Lækna­blaðinu sýnir ný safn­greining mark­tækan árangur psilo­cybin-með­ferðar hjá vissum hópum við þung­lyndi. Veru­legur bati hafi orðið hjá um þriðjungi þátt­tak­enda þegar í lok þriðju viku þegar efnið var gefið.

„Niður­stöður úr rann­sóknum benda til þess að psilo­cybin dragi mark­tækt úr þung­lyndis­ein­kennum og þolist al­mennt vel,“ segir í greininni.

„Þetta er mjög merki­leg niður­staða,“ segir Engil­bert Sigurðs­son geð­læknir.

Fram kemur að frekari rann­sóknir muni leiða í ljós hvort psilo­cybin hljóti markaðs­leyfi gegn þung­lyndi á næstu árum. „Brýn þörf er á nýjum með­ferðar­úr­ræðum fyrir þá sem svara ekki hefð­bundinni þung­lyndis­með­ferð,“ segir í greininni.

For­senda þess að hægt sé að hefja með­ferð er að lyf fái markaðs­leyfi. „Málið er ekki komið á það stig en mér fannst mikil­vægt að við Árný skrifuðum greinina til að al­menningur og fag­aðilar væru með­vitaðir um stöðuna eins og hún er,“ segir Engil­bert sem kveður merki­legt að einn 25 milli­gramma skammtur hafi eins mikil á­hrif sam­kvæmt rann­sókninni og eitt mest notaða þung­lyndis­lyfið. Hins vegar myndi þessi að­ferð marka mikil tíma­mót ef hún verður leyfð. Um hálfa öld hafi sá skilningur verið uppi að of­skynjunar­efni ætti að banna eða flokka sem eitur­lyf.

„Þegar efnið er gefið þarf starfs­mann með ein­stak­lingnum sem fær efnið í þessu skyn­víkkandi ferli í fimm til átta klukku­stundir. Það þarf aðila sem hefur hlotið þjálfun og getur brugðist við ef reynslan reynist ein­stak­lingi erfið eins og getur gerst og fram kemur í greininni. En það virðast ekki margir finna fyrir van­líðan,“ segir Engil­bert.

Margir lýsa á­hrifum of­skynjunar­efnisins sem mjög stórri upp­lifun.

Í greininni segir að þung­lyndi sé al­gengur, al­var­legur og oft þrá­látur geð­sjúk­dómur. Brýnt sé að fá fleiri og betri gagn­reyndar með­ferðir.

„Við þurfum að lág­marka líkur á að fólk fari illa út úr of­skynjunar­með­ferð eins og gerðist með LSD. En það er þannig með lyf, skurð­að­gerðir, mörg inn­grip, að stundum sam­þykkjum við aukna á­hættu við læknis­með­ferð hjá þeim sem glíma við al­var­legustu veikindin,“ segir Engil­bert.

Héðinn Unn­steins­son, for­maður Geð­hjálpar, bindur vonir við að þriðji fasi rann­sókna á þessu sviði fari fram hér á Land­spítalanum.

„Það gæti plægt jarð­veginn á já­kvæðan hátt, kallað á breytt við­horf ef akademían vinnur að þessum málum, komið í veg fyrir að fólk fari sér að voða,“ segir hann.

Héðinn segir að ekkert nýtt hafi gerst í geð­lækningum síðan 1992. „Það er ekki spurning hvort heldur hve­nær við sjáum mikil­vægar breytingar verða að veru­leika,“ segir hann. „Við erum að takast á við orð­ræðu og menningu sem hefur ekki viljað snerta á þessum málum.“