Ham­far­a­flóð í Þýsk­a­land­i og víð­ar í Vest­ur-Evróp­u, skóg­ar­eld­ar í vest­an­verð­um Band­a­ríkj­un­um og yf­ir­vof­and­i hit­a­bylgj­ur eru ein­ung­is nýj­ust­u dæm­in um öfg­ar í veð­ur­far­i sem tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um. Í um­fjöll­un New York Tim­es seg­ir að veð­ur­far­ið og við­brögð við því sýni að heim­ur­inn sem heild sé hvork­i reið­u­bú­inn til að hægj­a á lofts­lags­breyt­ing­um eða lifa með þeim.

Tal­ið er að í það minnst­a 165 séu látn­ir af völd­um flóð­ann­a í Þýsk­a­land­i og hundr­uð er sakn­að. Auk þess er mörg hundr­uð manns sakn­að í Holl­and­i og Belg­í­u. Því má bú­ast við að tala lát­inn­a hækk­i á næst­u dög­um. Í Þýsk­a­land­i, stærst­a efn­a­hag Evróp­u, er því nú velt upp hvort yf­ir­völd hafi ver­ið nægj­an­leg­a vel und­ir flóð­in búin og hvort upp­lýs­ing­a­gjöf til al­menn­ings hafi ver­ið nægj­an­leg­a góð.

Loft­mynd af kirkj­u­garð­i í Bad Ne­u­en­a­hr-Ahrweil­er í Þýsk­a­land­i sem tek­in var í gær.
Fréttablaðið/AFP

Í norð­vest­ur­hlut­a Band­a­ríkj­ann­a, sem venj­u­leg­a er þekkt fyr­ir kalt og þok­u­kennd veð­ur, hafa hundr­uð lát­ist vegn­a hit­a­bylgj­a og von er á fleir­um. Í síð­ust­u viku brann þorp í Kan­ad­a til kaldr­a kola í gróð­ur­eld­um og hit­a­met var sleg­ið í Moskv­u. Gróð­ur­eld­ar brenn­a nú í tólf ríkj­um í vest­an­verð­um Band­a­ríkj­un­um.

Hit­inn mæld­ist 115 gráð­ur á Fahr­en­heit eða 46,1 gráð­a á sels­í­us í Las Veg­as í Band­a­ríkj­un­um þann 17. júní.
Fréttablaðið/AFP

Þeirr­i spurn­ing­u er nú velt upp, hvort þess­ir ofs­ar í veð­ur­far­i verð­i til þess að vald­a­mest­u ríki heims og stór­fyr­ir­tæk­i ráð­ist í víð­tæk­ar að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um nú þeg­ar hætt­an er kom­in heim líkt og að drag­a mjög úr út­blæstr­i. Það kem­ur í ljós síð­ar á ár­in­u er þjóð­ir heims fund­a í Glas­gow í Skot­land­i á veg­um Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.

Hing­að til hef­ur öfg­a­veð­ur eink­um herj­að á fá­tæk­ar­i ríki með skelf­i­leg­um af­leið­ing­um en hin ríku Vest­ur­lönd að mest­u slopp­ið við sam­bær­i­leg­a at­burð­i, þrátt fyr­ir að bera á­byrgð á megn­in­u af meng­un.

„Ofsa­veð­ur í þró­un­ar­ríkj­um vald­a of mikl­um dauð­a og eyð­i­legg­ing­u - þett­a er þó tal­ið á okk­ar á­byrgð, ekki eitt­hvað sem meir­a en hundr­að ár af út­blæstr­i gróð­ur­hús­a­loft­teg­und­a rík­ar­i land­a gætu gert verr­a,“ seg­ir Ulka Kelk­ar, yf­ir­mað­ur lofts­lags­mál­a hjá Ind­lands­skrif­stof­u World Res­o­urc­es Insti­tut­e. Á­stand­ið í Evróp­u og Band­a­ríkj­un­um sýni að þró­un­ar­rík­i hafi ekki ver­ið að vekj­a at­hygl­i á á­hrif­um lofts­lags­breyt­ing­a að á­stæð­u­laus­u.

Síð­an að Par­ís­ar­sam­kom­u­lag­ið um að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um var und­ir­rit­að árið 2015 hef­ur út­blást­ur auk­ist. Kína er stærst­i meng­and­inn í dag og út­blást­ur hef­ur dreg­ist sam­an í Evróp­u og Band­a­ríkj­un­um en ekki nærr­i því nógu mik­ið og þarf til að hindr­a að hit­a­stig jarð­ar hækk­i svo mik­ið að erf­itt verð­i að snúa til baka.

„Þó að þett­a hafi ekki jafn á­hrif á okk­ur öll er þess­i sorg­leg­i at­burð­ur á­minn­ing að í þess­u lofts­lagsn­eyð­ar­á­stand­i er eng­inn ör­ugg­ur, hvort sem þeir búa á lít­ill­i eyju líkt og minn­i eða í þró­uð­u Vest­ur-Evróp­u­rík­i,“ sagð­i Moh­am­ed Nas­he­ed, fyrr­ver­and­i for­set­i Mald­ví­va­eyj­a í Kyrr­a­haf­i en verð­i ekki dreg­ið úr meng­un er út­lit fyr­ir að eyj­arn­ar sökkv­i í sæ á næst­u ár­a­tug­um.