Appel­sínu­gular við­varanir taka gildi á Vest­fjörðum, Ströndum og við Breiða­fjörð í dag og fram á kvöld. þar sem spáð er norðan og norð­vestan 15 til 23 metrum á sekúndu en 20 til 28 Norð­vestan til á landinu. Gular við­varanir tala einnig gildi víða um land í dag.

Kröpp og djúp lægð gengur með norður­ströndinni og sveigir yfir Vest­firði í kvöld og búast má við hvass­viðri af norðri og norð­vestri og reikna má með stormi víða á norðan­verðu landinu undir há­degi.

Rok og ofsa­veður verður á Vest­fjörðum, Ströndum og við Breiða­fjörð og fylgir lægðinni öflugt úr­komu­svæði sem mun skila tals­verðri eða mikilli rigningu á lág­lendi nyrðra, en slyddu eða snjó­komu inn til landsins.

Lýst yfir ó­vissu­stigi

Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra lýsir yfir ó­vissu­stigi vegna slæmrar veður­spár í dag og fram á kvöld á þremur spásvæðum, Ströndum, Norður­landi vestra, Vest­fjörðum og Breiða­firði.

Spáð eru 18 til 25 metrum á sekúndu með tals­verði snjó­komu með skaf­renningi og lé­legu skyggni á þeim svæðum. Í­búar um­ræddra svæða er minnt á að tryggja lausa­muni utan­dyra og ráðið frá ferða­lögum. Þá megi einnig búast við sam­göngu- og raf­magns­truflunum.

Best sleppur Suður- og Suð­austur­land við ó­veðrið, enda engar við­varanir í gild á þeim slóðum.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mið­viku­dag:

Suð­læg átt, 8-15 m/s og víða skúrir eða slyddu­él, en hægari og úr­komu­lítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.

Á fimmtu­dag:

Norð­austan 8-15 m/s en 15-20 m/s SA-til. Rigning með köflum á A-verðu landinu, annars þurrt að kalla. Hiti víða 2 til 7 stig.

Á föstu­dag:

Norðan og norð­austan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að mest S- og V-lands. Hiti 4 til 9 stig.

Á laugar­dag og sunnu­dag:

Norðan­áttir og víða rigning, en bjart með köflum sunnan heiða. Milt veður.

Á mánu­dag:

Út­lit fyrir á­fram­haldandi norðan­áttir með rigningu eða slyddu, en bjart­viðri syðra og kólnandi veður.