„Þetta eru svaka­leg kort, það er vonsku­veður sem kemur á föstu­daginn, stormur, rok, og jafn­vel ofsa­veður,“ segir Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands. Sér­lega djúp lægð er væntan­leg til landsins og mun henni fylgja mikill vind­hraði víðast hvar.

„Þetta byrjar syðst á landinu að­fara­nótt föstu­dagsins og síðan færist þetta norður um landið og á há­degi verður komið alveg dýr­vit­laust veður.“ Búið er að gefa út gula við­vörun um allt lands en Þor­steinn segir appel­sínu­gular við­varanir vera væntan­legar seinna í dag.

Ó­venju­mikill vind­hraði

Þor­steinn bendir á ó­al­gengt sé að vind­hraði sé svo hár á svo mörgum svæðum en spáð er að vind­hraði fari víða yfir 32 metra á sekúndu og í ein­hverjum til­vikum upp í meira en 40 metra á sekúndu.

„Þegar það koma svona djúpar lægðir þá eru yfir­leitt ein­hvers­konar stormar í flestum lands­hlutum.“ Lægðin berist að sunnan og byrji í suð­austan stormi og roki en eftir því sem lægðin færir sig norðar fari hún yfir í norð­austan storm eða rok á norð­vestur­landi. „Þetta er hefð­bundið hvað það varðar en þetta er bara miklu meiri vindur en við sjáum oft áður.“

Storminum fylgir úr­koma sem byrjar sem hríðar­veður og snjó­koma og fer svo yfir í slyddu og rigningu á sunnan­verðu landinu. „Það snjóar bara á­fram og skefur í öðrum lands­hlutum.“

Vindhraði fer víða um land í yfir 32 metra á sekúndu.

Ekkert ferða­veður

Lægðin sem um ræðir er í myndun við Ný­fundna­land núna og siglir af stað í dag, hún hefur fengið viður­nefnið Denni Dæma­lausi og heim­sækir landið um helgina. Gert er ráð fyrir víð­tækum sam­göngu­truflunum og ekkert ferða­veður er á meðan við­varanir eru í gildi.

Veður­fræðingar brýna fyrir fólki og fyrir­tækjum að gæta að lausa­munum þar sem líkur eru á foktjóni, sér­í­lagi sunnan til á landinu. Fólki er bent á að sýna var­kárni til að fyrir­byggja slys og festa lausa­muni eins og frekast er kostur.

Tvær lægðir um helgina

„Það er sam­ráðs­fundur klukkan tvö með öllum helstu aðilum þar sem við reynum að stilla saman strengina og gefa út við­varanir.“ Við­varanir eru upp­færðar dag­lega og fólki er ráð­lagt að fylgjast vel með spám.

„Það eru tveir sólar­hringar í þetta enn­þá og svo batna spárnar vonandi eftir því sem nær dregur,“ segir Þor­steinn ró­legur. „Það fer í storm hérna syðst annað kvöld en annars er þetta fínasta veður fram að kvöldinu á morgun,“ bætir hann við.

Helgin verður hins vegar ekki upp á sitt besta þar sem önnur lægð er væntan­leg á laugar­daginn. „Hún gæti orðið fermur skæð þar sem stormur fylgir henni líka, svo það er nóg að gera í veðrinu.“