Sam­kvæmt rann­sóknum glíma einn af hverjum sex við ó­frjó­semi á Ís­landi. Ein þeirra er Árný Eva Sigur­vins­dóttir en hún hefur í fjögur skipti upp­lifað utan­legs­fóstur auk þess sem báðir eggja­leiðarar hennar hafa verið fjar­lægðir. Árný Eva á tvö börn í dag, en þurft að­stoð lækna við að eignast þau bæði.

„Ein­hverra hluta vegna hafði ég það alltaf bak við eyrað að ég myndi eiga erfitt með að eignast börn en veit ekki af hverju. Ég er mjög þakk­lát í dag, 34 ára, að hafa á­kveðið um tví­tug að hefja barn­eignir,“ segir Árný Eva í sam­tali við Frétta­blaðið.

Árný segir að stuttu eftir að hún hóf að reyna hafi hún orðið ó­létt, en að það hafi því miður reynst utan­legs­fóstur.

„Í fram­haldi af því fór að bera á ein­kennum fjöl­blöðru-eggja­stokks­heil­kenni eða PCOS, sem ég greinist svo með þegar ég var orðin 21 árs. Seinna greindist ég einnig með adeno­myosis og að öllum líkindum, endo­metriosu, eða leg­slímu­flakk,“ segir Árný Eva.

Alls þrjú utanlegsfóstur á nokkrum árum

Hún segir að í kjöl­farið á því að vera greind hafi tekið við margir mánuðir lyfja­með­ferða sem áttu annars vegar að hefja blæðingar og hins vegar til að stuðla að egg­losi.

„Ég varð tvisvar ó­létt með mánaðar milli­bili sumarið 2007 en í bæði skiptin voru það utan­legs­fóstur. Þá voru þau orðin alls þrjú og því stefnan sett á glasa­frjóvgun þar sem komið hafði í ljós að báðir eggja­leiðarar mínir voru ó­nýtir og búið að fjar­lægja annan þeirra,“ segir Árný Eva.

Hún segir að haustið eftir hafi hún hafið fyrstu glasa­m­eð­ferðina en að hún hafi endað í oförvun og því hafi allir fóstur­vísarnir verið settir í frysti.

„Ég fór í tvær upp­setningar á frystum fóstur­vísum og í nóvember 2008 eignast ég svo dá­sam­legan dreng,“ segir Árný Eva.

Árný Eva segir að hún hafi skammast sín gríðar­lega fyrir að líða illa „Og fyrir að vera ekki þakk­lát fyrir að vera loksins komin með þetta litla krafta­verk í hendurnar. Ég þorði því ekki að leita mér að­stoðar eða ræða það við neinn,“ segir Árný Eva.
Fréttablaðið/Valli

Ákváðu að bíða ekki með barneignir

Tveimur árum síðar skildu þó leiðir hennar og barns­föður hennar. Það leið þó ekki á löngu þar til hún hitti nú­verandi eigin­mann sinn, Er­ling Gest, en þau byrjuðu saman árið 2014. Hún segir að þau hafi á­kveðið stuttu eftir að þau náðu saman að bíða ekki of lengi með barn­eignir þar sem þeim hafi verið ljóst að glasa­m­eð­ferð væri lík­lega þeirra eini mögu­leiki.

„Það kom okkur því mjög á ó­vart að ég fékk allt í einu já­kvætt ó­léttu­próf einn daginn. En því miður reyndist það enn eitt utan­legs­fóstrið og var í kjöl­farið hinn eggja­leiðarinn tekinn. Eins skrítið og það er að segja það þá var maður orðin furðu vanur og sorgin kom ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna þegar maður áttaði sig í raun hvað hafði gerst,“ segir Árný Eva.

„Eftir mjög erfiða með­göngu fengum við litla stelpu í hendurnar í júní 2017. Við erum mjög heppin því það er alls ekki raunin hjá mörgum og þekkjum við fullt af pörum eða ein­stak­lingum sem hafa gengið í gegnum margar með­ferðir, jafn­vel án árangurs eftir margra ára bar­áttu,“ segir Árný Eva.

Hún segir að á þessum tíma hafi þau verið búin að vera á bið­lista eftir glasa­m­eð­ferð í nokkra mánuði og byrjuðu svo loks í ágúst 2016.

„Ég var mjög veik af lyfjunum, leið mjög illa og oförvaðist líka í þessari með­ferð en allir fóstur­vísarnir fóru í frysti og fresta þurfti upp­setningunni,“ segir Árný Eva.

Hún segir að í októ­ber hafi þau svo loks farið í upp­setningu sem lukku­lega heppnaðist í fyrsta sinn.

„Eftir mjög erfiða með­göngu fengum við litla stelpu í hendurnar í júní 2017. Við erum mjög heppin því það er alls ekki raunin hjá mörgum og þekkjum við fullt af pörum eða ein­stak­lingum sem hafa gengið í gegnum margar með­ferðir, jafn­vel án árangurs eftir margra ára bar­áttu,“ segir Árný Eva.

Bjargaði henni að vera opinská um líðan sína

Árný segir að það sem hafi hvað helst bjargað henni og þá sér­stak­lega geð­heilsu hennar í gegnum allt þetta ferli sé að vera opin­ská við sína nánustu um líðan sína.

„Það skiptir miklu máli að hlúa að and­legu hliðinni í gegnum svona ferli. Í mínu til­felli, áður en að ég eignaðist fyrra barnið, þá keyrði maður sig bara á­fram án þess að hugsa neitt um and­legu hliðina og eftir að hann fæddist fékk ég hálf­gert tauga­á­fall og mikið fæðingar­þung­lindi,“ segir Árný Eva.

Hún segir að hún hafi skammast sín gríðar­lega fyrir að líða illa

„Og fyrir að vera ekki þakk­lát fyrir að vera loksins komin með þetta litla krafta­verk í hendurnar. Ég þorði því ekki að leita mér að­stoðar eða ræða það við neinn,“ segir Árný Eva.

Hefði átt að leita sér aðstoðar miklu fyrr

Hún segir að eftir á að hyggja hefði hún lík­lega átt að leita sér sál­fræði­að­stoðar miklu fyrr.

„Á þeim tíma lét maður það stoppa sig hvað kostnaðurinn var mikill við það en mér finnst per­sónu­lega að það eigi að vera ó­keypis þegar maður er í með­ferðum. Nógu dýrar eru með­ferðirnar sjálfar og kostnaður í kringum þær,“ segir Árný Eva

Hún segir að það sem hafi þó hjálpað mikið hafi verið að leita í fé­lags­skap Til­veru þar sem hún fann stuðning.

„Eitt af hverjum sex pörum sem þráir að eignast barn á í erfið­leikum með það og mæli ég svo mikið með því að nýta sér Til­veru, sam­tök um ó­frjó­semi,“ segir Árný Eva

Hún hefur bæði verið með­limur fé­lagsins og setið í stjórn þess í mörg ár.

„Ég á þessum fé­lags­skap svo mikið að þakka. Í hverjum mánuði eru kaffi­húsa­hittingar og fé­lagið bíður upp á fræðslu­fundi tengda ó­frjó­semi, ó­keypis síma­ráð­gjöf með sál­fræðingi og ýmis­legt fleira og ég hvet fólk til að gerast fé­lags­menn og nýta sér reynslu annara og fé­lags­skap fólks sem skilur hvað maður er að ganga í gegnum,“ segir Árný Eva.

Hún segir að hún hafi kynnst mikið af góðu fólki í gegnum allt ó­frjó­semis­ferlið og þá sér­stak­lega í gegnum Til­veru.

„Bæði í gegnum spjall á netinu og ekki síst þá við­burði sem fé­lagið stendur fyrir. Mér finnst alltaf dá­sam­legt að mæta á vorin í sumargrillið sem er haldið ár­lega og hitta aðra fé­lags­menn og öll óska­börnin og fylgjast með þeim stækka ár eftir ár. það veitir manni von,“ segir Árný Eva að lokum.

Í vikunni fagnar Til­vera, sam­tök um ó­frjó­semi, þrjá­tíu ára af­mæli. Hægt er að kynna sér sam­tökin nánar hér á heima­síðu þeirra.