Skjálfta­virkni jókst aftur við Gríms­ey rétt fyrir mið­nætti í gær­kvöldi eftir að hafa minnkað lítil­lega í gær­dag.

Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð og átti hann sér stað klukkan 01:05 eftir mið­nætti. Upp­tök skjálftans voru um 10 kíló­metra norðan við Gríms­ey.

Að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands bárust fáar til­kynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Þó nokkur skjálfta­virkni fylgdi í kjöl­farið og voru nokkrir yfir 3 að stærð.

Jarð­skjálfta­virknin við Gríms­ey er hluti af hrinu sem hófst 8. Septem­ber síðast­liðinn, en alls hafa um 6.000 skjálftar mælst síðan hrinan hófst. Stærstur þeirra varð að­fara­nótt 8. septem­ber og mældist hann 4,9 að stærð.

Al­manna­varnir lýstu yfir ó­vissu­stigi á föstu­dag vegna hrinunnar úti fyrir Norður­landi. Það þýðir að aukið eftir­lit er haft með at­burða­rás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, um­hverfis eða byggðar verði ógnað.