Um klukk­an 03:15 í nótt varð snarp­ur jarð­skjálft­i á Reykj­a­nes­skag­a, 2,4 kíl­ó­metr­a suð­suð­vest­ur af Fagr­a­dals­fjall­i. Sam­kvæmt bráð­a­birgð­a­mæl­ing­um Veð­ur­stof­u Ís­lands var skjálft­inn 5,1 að stærð. Fjöld­i smærr­i skjálft­a hafa mælst frá mið­nætt­i. Þar af voru tíu af stærð­inn­i 3,0 eða stærr­i. Þrátt fyr­ir skjálft­a­virkn­in­a hef­ur eng­inn gos­ó­ró­i hef­ur mælst í nótt.

Virkn­in, líkt og í gær, er að mest­u bund­in við suð­ur­hlut­a Fagr­a­dals­fjalls en nokkr­ir skjálft­ar mæld­ust rétt norð­aust­ur af Grind­a­vík í nótt, sá stærr­i varð kl. 04:35 og var 3,9 að stærð. Ör­fá­ir skjálft­ar urðu við Tröll­a­dyngj­u.

Enginn gos­ó­ró­i hef­ur mælst, né af­ger­and­i breyt­ing­ar í GPS gögn­um sam­kvæmt Veð­ur­stof­unn­i.

Í gær mæld­ust um 2900 jarð­skjálft­ar á Reykj­a­nes­skag­a, sá stærst­i 4,0 að stærð kl. 23:01 í gær­kvöld­i. Í gær­morg­un upp úr kl. 5 jókst virkn­in eft­ir ró­leg­an sól­ar­hring þeg­ar að órói greind­ist í suð­ur­hlut­a gangs­ins. Í kjöl­far­ið varð virkn­in að­al­leg­a bund­in við suð­ur­hlut­a Fagr­a­dals­fjalls.

Um kl. 18:45 í gær­kvöld­i jókst tíðn­i smá­skjálft­a á svæð­in­u. Sam­far­a þeirr­i virkn­i mæld­ust nokkr­ir skjálft­ar um og yfir 3,0 að stærð.