Skammstöfunin stendur einfaldlega fyrir „High Power Density“ og heitir það vegna þess að mótorinn verður sá öf lugasti í boði miðað við þyngd. HPDvélin er aðeins 70 kíló og skilar að hámarki 107 hestöf lum og var hönnuð til að komast ofan í vélarsal Mini-bíls. Sá hluti mótorsins sem sér um endurhleðslu er ofan á og þar af leiðandi er samstæðan minni um sig.