Aðgerðarhópurinn Öfgar segist taka undir með því að gerendur eigi rétt á því að snúa aftur í samfélagið en til þess að það gangi upp þurfi þeir einstaklingar að iðrast og gangast við brot sín.

Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir, meðlimur í Öfgum, biður þá gerendur sem telja sig tilbúna til að breyta rétt að setja fordæmi fyrir aðra gerendur.

„Það er alltaf krafa um að gerendur eigi að koma til baka í samfélagið eftir brot. Við erum sammála því, 100 prósent, við trúum á betrun í samfélaginu. En til þess að það geti gerst þá þarf gerandi að iðrast og játa brot sín,“ segir Tanja Ísfjörð- í nýrri færslu á Tik Tok.

Tanja Ísfjörð.
Mynd: Aðsend

Stödd í sögulegu uppgjöri við kynferðisofbeldi

Kastljósinu hefur verið beint að gerendum síðustu vikur og mánuði í umræðunni um kynferðisofbeldi. Katrín Jakobsdóttur forsætisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni fyrir nokkru að þjóðin væri stödd í merkilegu, sögulegu uppgjöri.

Hún sagði að þrátt fyrir að ýmis­legt hafi verið á­orkað, þá væri björninn ekki unninn. Viðhorf væru sannarlega að breytast. Áður þurftu þolendur að hverfa frá sínum vinnustað en nú væri verið að leggja áherslu á gerendur og ábyrgð þeirra.

„Afleiðingarnar voru þolenda megin. Gerendur segja núna: Bíddu hér er heilmiklar afleiðingar fyrir ósönnuð brot. Við erum stödd í miðri þessari deiglu.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Fréttablaðið/Anton Brink

Gerendur hverfa ekki

Kveikur fjallaði fyrir nokkru um Þóri Sæmundsson leikara og líf hans eftir að honum var sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu fyrir að senda ólögráða stúlkum typpamyndir.

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, tók í sama streng í samtali við Fréttablaðið að ákveðið uppgjör væri að eiga sér stað. Mikilvægt væri að spyrja hvernig það uppgjör eigi að fara fram og því þurfi fjölmiðlar að spyrja erfiðra spurninga.

„Því menn hverfa ekki, þeir eru enn þá meðal okkar, borgarar í landinu.“

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.
Fréttablaðið/Ernir

Gerendur þurfi að leita sér hjálpar

Tanja í Öfgum nefnir sex punkta sem gott er fyrir gerendur að hafa í huga vilji þeir snúa aftur og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Þeir eru:

  • Samráð við þolendur

„Þú ert að axla ábyrgð gagnvart manneskjunni sem þú braust á. Ekki til að Nonni úti í bæ lofsyngi þig og kalli þig góðan strák. “

  • Forréttindi

„Ekki krefjast þess að starfa í sviðsljósinu vitandi að það triggeri þolendur. Þegar þú brýtur á einhverjum þá geturðu burt ákveðin forréttindi eins og að vera mikið í sviðsljósinu. Það er engum að kenna nema þér. Don't do the kynferðisbrot if you can't do the afleiðingar & umfjöllun.“

  • Axlaðu ábyrgð

„Hættu að kenna öllum öðrum um (þolendum sem opna sig, umræðunni í samfélaginu eða fólki sem stendur með þolendum.) Þetta var þér að kenna, axlaðu ábyrgð. Þú nærð ekki betrun nema með því að iðrast. Þú nærð ekki að iðrast nema með því að axla ábyrgð og viðurkenna verknaðinn.“

  • Leitaðu þér hjálpar

„Ekki nýta þér aktívista og aðra ykkur til syndaaflausnar. Getur t.d. leitað til:

-Farðu til sálfræðings

-Heimilisfriður

-Taktu skrefið“

  • Þolendur skulda þér ekki neitt

„Ekki þrýsta á þolendur ykkar að tala við ykkur. Þolendur skulda ykkur ekki neitt. Ekki hlusta á ykkur. Ekki útskýringar á einu né neinu.“

  • Hættu að triggera

„Ekki bomba þér í sviðsljósi ðmeð einhliða frásögn í óþökk þolenda. Sumir þolendur vilja mögulega opinbera afsökunarbeiðni en aðrir ekki. Ég lofa ða enginn þolandi vill efsökunarbeiðni og hálf kveðnar vísur. Allt eða ekkert félagi. Ekki taka ferlið í þínar hendur. Dragðu þig til hlés og reyndu að vinna í þínum málum.“

@ofgarofgar

#fyrirþig #betrun #öfgar #íslenskt #trending

♬ Lofi - Domknowz