Bar­áttu­hópurinn Öfgar hefur sent frá sér opið bréf til knatt­spyrnu­mannanna Arons Einars og Eggerts Gunn­þórs vegna yfir­lýsinga þeirra um kyn­ferðis­of­beldi sem þeir hafa verið sakaðir um að hafa framið árið 2010.

Í bréfinu eru Aron Einar og Eggert harð­lega gagn­rýndir og þeir sagðir ráðast opin­ber­lega gegn konunni sem sakaði þá um of­beldið með yfir­lýsingum sínum.

„Af hverju þurfið þið að ráðast svona að henni opin­ber­lega? Af hverju má þolandi ekki segja frá ó­nafn­greindum meintum ger­endum og meintu broti sem hún varð fyrir án þess að frá­sögn hennar sé rengd?“ er meðal þess sem segir í bréfinu.

Greint var frá því í októ­ber síðast­liðnum að ís­­lensk kona hefði kært Aron Einar og Eggert Gunn­þór fyrir nauðgun sem er sögð hafa átt sér í Kaup­manna­höfn árið 2010.

Bæði Aron Einar og Eggert Gunn­þór eru búnir að gefa skýrslu hjá lög­­reglu vegna rann­­sóknar málsins en lög­maður Arons sagðist í gær búast við því að málið yrði fellt niður.

Öfgar segja að þolandi meintrar nauðgunar sé í fullum rétti að kæra meinta ger­endur sína og að enginn þolandi leiki sér að því að ber­skjalda sig á þennan hátt.

„(...)enda höfum við séð í gegnum árin að þegar þol­endur stíga fram þá missa þau mann­orð sitt, fjöl­skyldu, vini og hrekjast burt. Það gerir sér enginn þolandi það að leik að kæra meinta ger­endur sína, hvað þá ef þeir hafa völd í sam­fé­laginu, eru fyrir­myndir, myndar­legir fjöl­skyldu­menn, dýrkaðir og dáðir,“ segir í bréfinu.

Bréf Öfga má lesa í heild sinni hér að neðan.

Meðlimir Öfga.
Mynd/Öfgar

Opið bréf til Arons Einars & Eggerts Gunn­þórs

Í maí á þessu ári steig hug­rökk kona fram og sagði frá kyn­ferðis­broti sem hún hafði orðið fyrir árið 2010, hóp­nauðgun af hendi tveggja lands­liðs­manna á þeim tíma.

Þessi frá­sögn varð til þess að KSÍ málið stóra fór af stað og opnaði á gríðar­lega mörg mál sem hingað til hafa þrifist í þögninni. Það er nefni­lega stór hluti lands­liðs­manna sem komu Ís­landi á EM 2016 bendlaðir við meint of­beldi. Lið sem þú, Aron Einar, hefur leitt sem fyrir­liði.

Við sem stöndum utan vallar veltum því eðli­lega fyrir okkur hvers konar menning hefur skapast innan þessa liðs, hvers konar bro code eru menn komnir með þegar þeir meint hóp­nauðga saman, hvað þá þegar nánast helmingur gull­kyn­slóðarinnar eru meintir ger­endur.

Í fyrstu yfir­lýsingu þinni, Aron, kallar þú konuna með ó­beinum orðum ó­heiðar­lega vegna þess að hún nafn­greinir þig ekki. Þessi kona skuldar þér ekkert, og eins og þú veist sjálfur þá má hún ekki, sam­kvæmt lögum, nafn­greina þig. Af hverju bendlar þú þig við þetta mál ef þú ert blá­sak­laus og konan hefur ekki nafn­greint þig?

Eins og þið segið sjálfir þá hefur þolandi hvergi nafn­greint meinta ger­endur sína heldur einungis sagt sína sögu og leitað réttar síns, sem hún fékk ekki að gera á sínum tíma. Þið hljótið að skilja það að þolandi meintrar hóp­nauðgunar er í fullum rétti á að kæra meinta ger­endur sína.

Af hverju þurfið þið að ráðast svona að henni opin­ber­lega? Af hverju má þolandi ekki segja frá ó­nafn­greindum meintum ger­endum og meintu broti sem hún varð fyrir án þess að frá­sögn hennar sé rengd?

Það leikur sér enginn þolandi að því að ber­skjalda sig með þessum hætti, enda höfum við séð í gegnum árin að þegar þol­endur stíga fram þá missa þau mann­orð sitt, fjöl­skyldu, vini og hrekjast burt. Það gerir sér enginn þolandi það að leik að kæra meinta ger­endur sína, hvað þá ef þeir hafa völd í sam­fé­laginu, eru fyrir­myndir, myndar­legir fjöl­skyldu­menn, dýrkaðir og dáðir.

Í sömu yfir­lýsingu sakar Aron Einar KSÍ um út­skúfun en þegar ein­stak­lingur situr undir lög­reglu­rann­sókn er það eðli mála að við­komandi sé sendur í starfs­leyfi. Við sjáum það gert á flestum vinnu­stöðum. Að þú, Aron Einar, hafir „fórnað“ þér svona dug­lega fyrir ís­lensku þjóðina og leikið 97 leiki fyrir Ís­lands hönd gefur þér ekkert til­kall til þess að spila fyrir lands­liðið á meðan rann­sókn stendur yfir. Þau for­réttindi sem þú hefur sem fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins fylgir á­byrgð, á­byrgð sem þú virðist kannski ekki hafa getað staðið undir.

Það er vitað mál að lög­reglu­rann­sókn tekur langan tíma hér á Ís­landi. Það geta liðið margir mánuðir áður en meintir ger­endur eru kallaðir inn í skýrslu­töku og þeir jafn­vel vita ekki að lög­reglu­rann­sókn standi yfir fyrr en sím­tal um boðun í skýrslu­töku berst.

Það er svo sem ekkert undra­vert að þið hafið ekki verið kallaðir inn strax. Þetta vita ykkar lög­menn líka full­vel, sem undir­strikar sterk­lega hvað yfir­lýsingarnar eru ein­beitt að­för að æru og trú­verðug­leika þolandans.

Því miður er mála­flokkur kyn­ferðis­of­beldis mjög brotinn, töl­fræðin segir okkur það. Einungis 17% til­kynntra mála ná til dóm­stóla og þar af eru einungis 13% sem ná til sak­fellingar.

Réttar­kerfið endur­speglar því ekki sak­leysi meintra ger­enda á neinn hátt. Það sem hins vegar styrkir mál þolanda í þessu til­felli er að lög­reglan endur­opnar ekki rann­sókn á 11 ára gömlu máli sem átti sér stað í Kaup­manna­höfn nema að rík á­stæða þyki til.

Það er skrítinn „mis­skilningur“ hjá ykkur báðum að halda því fram að hægt sé að óska eftir því að gefa skýrslu hjá lög­reglu um meint sak­leysi sitt. Það er lög­reglan sem kallar til skýrslu­töku, ekki öfugt. Annað hvort eruð þið for­réttinda­firrtir með öllu eða, þetta er enn eitt út­spilið til að reyna að þyrla upp ryki og mála upp slæma mynd af þolanda, fyrir­myndar­mennirnir sem þið nú eruð.

Þið bætið svo í þetta með því að leggja mat á að þetta verði nú af öllum líkindum fellt niður en það sannar hvergi sak­leysi ykkar í þessu máli. Þið nýtið ykkur for­réttinda­stöðu ykkar til þess að „styrkja“ ykkar mál á opin­berum vett­vangi og setjið þolanda í enn við­kvæmari stöðu með þessum að­ferðum, sem þið hljótið að vera með­vitaðir um.

Sam­fé­lagið okkar trúir síður konum, sér­stak­lega ef þær eru þol­endur of­beldis. Það virðist vera auð­veldara að trúa því að konur ljúgi frekar en að þær séu beittar of­beldi. Þessar yfir­lýsingar þýða ekki neitt, ekkert annað en að þið stígið fram og nafn­greinið ykkur sjálfa með alla þjóðina á bak við ykkur.

Það er ekkert nýtt að meintir ger­endur nýti sér valda­stöðu sína með þessum hætti og það er ekkert nýtt að meintir ger­endur, sér­stak­lega ef þeir eru í valda­stöðu, veitist svona að þol­endum. Það er engin ný að­ferð að lög­menn taki þátt í slíkum að­förum og jafn­vel mæli með þeim.

Það er ekkert nýtt að meintir ger­endur neiti sök í kyn­ferðis­brota­málum.

Það er ekkert nýtt að líkurnar á niður­fellingu séu sterkar.

Þið endur­takið söguna með öllum hinum meintu ger­endunum.

Það sannar hins vegar aldrei neitt sak­leysi, rann­sóknir og töl­fræði er þol­endum í hag.

Heimildir

Er 13% réttlæti nóg?

ÁRSSKÝRSLA 2019 - blaðsíður 43-48, 49-50, 66, 71-72,

FRUMNIÐURSTÖÐUR

Ársskýrsla 2020 - blaðsíða 7, 17-19.