Of­fita og efna­skiptaraskanir eru vaxandi vanda­mál í hrossa­haldi á Ís­landi og þar af leiðandi krónísk hóf­sperra, sem er eitt helsta dýra­vel­ferðar­mál sam­tímans, sem merkir að dýrin eigi orðið erfitt með að standa undir sér.

Þetta kemur fram í árs­skýrslu Mat­væla­stofnunar. Þar kemur einnig fram að þótt að­búnaður hrossa fari al­mennt batnandi sé lang­varandi inni­staða sá vel­ferðar­þáttur sem sí­fellt meira reyni á, með öðrum orðum hangi dýrin inni í allt of ríkum mæli.

„Þá er sí­fellt meira um að gömul hross eru ekki felld í tíma.“

Loks kemur fram gagn­rýni á hátt hlut­fall hesta­búa með al­var­leg frá­vik í dýra­haldi, en á tæp­lega ní­tján hundruð starfs­stöðvum sem heim­sóttar hafi verið á síðustu fimm árum hafi fundist al­var­leg frá­vik á tæp­lega tvö hundruð þeirra, eða í yfir tíu prósent til­vika. Þessi al­var­legu frá­vik eigi oftast við um van­fóðrun ein­stakra hrossa eða hrossa­hópa, sjúk hross eða van­hirt, en sem fyrr segir er of­fitu­vandinn hvað ó­væntastur og farinn að aukast til mikilla muna vegna hreyfingar­leysis ís­lenskra hesta.

Hvað varðar eftir­lit með blóð­töku úr fyl­fullum hryssum segir stutt og skorin­ort í skýrslunni að „ekki komu fram al­var­leg frá­vik við eftir­lit með blóð­töku árið 2021.“