Innlent

Of­beldis­menn hafi allt dag­skrár­vald á Ís­landi í dag

​Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi almannatengslafyrirtækisins KOM, segir að ofbeldismenn hafi allt dagskrárvald á Íslandi í dag og segir að það komi sér nákvæmlega ekkert á óvart að viðræðum hafi verið slitið í dag.

Friðjón R. Friðjónsson er ómyrkur í máli um stöðu kjaraviðræðna.

Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi almannatengslafyrirtækisins KOM, segir að það komi sér nákvæmlega ekkert á óvart að kjaraviðræðum hafi verið slitið í dag, í nýrri Facebook færslu sem hann birtir í kvöld. Hann segir að ofbeldismenn hafi allt dagskrárvald á Íslandi í dag.

Í færslunni segir hann að það hafi aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það sé barnaskapur að halda því fram að slíkt sé hægt. „Markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök.“

Sjá einnig: Hafna öllu tali um ábyrgðarleysi

Þá segir Friðjón að ömurlegt sé að enginn bjóði sig fram gegn þeim innan félaga þeirra og þá segist hann jafnframt hafa spurst fyrir innan VR. 

„Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna enginn bauð sig fram til formanns VR var viðkvæði þeirra sem íhuguðu framboð að enginn vildi gangast undir þær svívirðingar og ofbeldi sem viðbúið var að Gunnar Smári Egilsson og skósveinar hans í verkalýðsfélögunum tveimur myndu ausa yfir viðkomandi. Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hafna öllu tali um á­byrgðar­leysi

Kjaramál

Við­ræðum slitið eftir hálf­tíma fund

Kjaramál

Vilhjálmur: „Við erum tilbúin í slaginn“

Auglýsing

Nýjast

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Auglýsing