„Íranskar konur og stúlkur hafa sýnt ó­trú­legt hug­rekki,“ sagði Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra á fundi Mann­réttinda­ráði Sam­einuðu þjóðanna í Genf í dag.

Þar var haldinn sér­stakur fundur að beiðni Ís­lands og Þýska­lands í þeim til­gangi að knýja á um að Sam­einuðu þjóðirnar hefji mark­vissa gagna­öflun svo síðar verði hægt að draga yfir­völd í Íran til á­byrgðar fyrir dóm­stólum.

„Mann­réttinda­ráðið verður að bregðast við al­var­legum mann­réttinda­brotum yfir­valda í Íran. Of­beldinu verður að linna og of­beldi gegn mann­réttindum kvenna verður að linna,“ sagði Þór­dís Kol­brún og kallaði eftir því að með­limir ráðsins sam­þykki til­lögu um málið sem verður lögð form­lega fyrir ráðið í dag.

„Við skuldum hug­rökku konunum og stúlkunum, og allra annarra, í Íran það að stíga fast til jarðar. Fyrir konur, lífið og frelsi,“ sagði Þór­dís Kol­brún í ræðu sinni.

Þór­dís Kol­brún hélt eftir um­ræður þingsins, á­samt utan­ríkis­ráð­herra Þýska­lands, Anna­lena Baer­bock, blaða­manna­fund í tengslum við málið.