Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, vísar full­yrðingum Per­sónu­verndar um að at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytið hafi leynt upp­lýsingum, al­farið á bug en í færslu á Face­book síðu sinni segir Kristján Þór full­yrðingarnar vera hreinan róg­burð.

Vísar Kristján þar til við­brögðum Per­sónu­verndar við skýrslu um eignar­hald stærstu fyrir­tækjanna í sjávar­út­vegi. Per­sónu­vernd sagði ýmsar rang­færslur að finna í skýrslunni og gerði al­var­legar at­huga­semdir við svar varðandi úr­vinnslu við­kvæmra per­sónu­upp­lýsinga, birtingu hlut­hafa og upp­lýsingar um raun­veru­lega eig­endur.

„Þegar ríkis­aðilar telja að vafi leiki á því hvort hægt sé að veita um­beðnar upp­lýsingar eru gefnar skýringar til Al­þingis. Það átti við í þessu til­viki að Skatturinn taldi vafa leika á um hvort per­sónu­verndar­lög stæðu því í vegi að til­teknar upp­lýsingar væri unnt að veita,“ segir Kristján í færslu sinni og bætti við að unnið hafi verið í opnu gagn­sæju ferli.

Engu leynt við gerð skýrslunnar

Hvað skráningu raun­veru­lega eig­enda varðar vísar Kristján til þess að skipu­lögð skráning á þeim hafi ekki hafist fyrr en á árinu 2019 og þar af leiðandi tor­veldi það upp­lýsinga­söfnun um málið frá árinu, líkt og óskað var eftir í skýrslu­beiðninni.

„Það er ó­fag­legt og ó­við­eig­andi af Per­sónu­vernd að saka ráðu­neytið, sem gefið hefur skýringar á for­sendum upp­lýsinga sem veittar voru Al­þingi, um að leyna upp­lýsingum eða nota Per­sónu­vernd sem skálka­skjól. Þessu er því al­farið vísað á bug sem hreinum róg­burði,“ segir Kristján enn fremur í færslu sinni.

Hann segir ráðu­neytið taka laga­skyldu sína um að sinna upp­lýsinga­gjöf til Al­þingis al­var­lega og að þau hafi engu leynt við gerð skýrslunnar. Fullur vilji sé enn fremur hjá ráðu­neytinu til að taka saman frekari upp­lýsingar frá Skattinum ef stuðst er við aðra laga­túlkun en Skatturinn hefur gert.

„Ég hef óskað eftir að ráðu­neytið boði full­trúa Skattsins og Per­sónu­verndar til fundar til að fara nánar yfir þessi at­riði og á­kveða næstu skref. Þau verða tekin af fag­mennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda,“ segir Kristján að lokum.