Vetr­ar­­færð er á land­inu og slæmt ferða­veður víða. Marg­ir veg­ir eru ým­ist lokaðir eða ó­fær­ir á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­ur­landi. Þetta segir á vef Vega­gerðarinnar.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá er appel­sínu­gul veður­við­vörun nú í gildi á Suð­austur­landi og segir Veður­stofa hrein­lega hættu­legt að ferðast þar. Gul við­vörun er annars­staðar á landinu, utan höfuð­borgar­svæðsins.

Sam­kvæmt Vega­gerðinni eru hálka eða hálku­blettir nokkuð víða á Suð­vestur­landi. Hálku­blettir og hvass­viðri er á Hellis­heiði. Þá hefur einhver röskun orðið á strætósamgöngum á landsbyggðinni.

Á Vestur­landi er hálka, snjó­þekja eða jafn­vel þæfingu á vegum, skaf­renningur og víða mjög hvasst. Lokað er á Holta­vörðu­heiði og ó­fært á Bröttu­brekku og Lax­ár­dals­heiði. Þung­fært er í Álfta­firði. Búið er að opna veginn á Fróð­ár­heiði en þar er nú snjó­þekja á vegi. Lax­ár­dals­heiði er ófær vegna veðurs.

Á Vest­fjörðum er ó­fært á Kletts­hálsi, Dynjandis­heiði, Stein­gríms­fjarðar­heiði, Þröskuldum og norður í Ár­nes­hrespp og þung­fært er í Stein­gríms­firði. Við Súða­víkur­hlið er ó­vissu­stig í gildi vegna snjó­flóða hættu.

Á Norður­landi eru margir vegir lokaðir eða ó­færir og hríðar­veður víða á svæðinu. Vatns­skarð er ó­fært vegna veðurs og beðið með mokstur fram eftir morgni. Vegurinn við Þver­ár­fjall er lokaður vegna ó­veðurs. Vegurinn um Al­menninga er ófær vegna veðurs, sömu­leiðis Öxna­dals­heiði, Ólafs­fjarðar­múli og Víkur­skarð.

Á Norð­austur­landi er vetrar­færð á vegum, hvasst élja­gangur og skaf­renningur. Ó­fært er á Mý­vatns-og Möðru­dals­ör­æfum, Vopna­fjarðar­heiði og Hófa­skarði.

Á Austur­landi er lokað á Fjarðar­heiði en ó­fært yfir Fagra­dal. Hálka eða snjó­þekja er á vegum. Snjó­koma er á Út-Héraði. Öxi er lokuð og Breið­dals­heiði ófær.

Á Suð­austur­landi er greið­fært frá Höfn að Ör­æfa­sveit en þar fyrir vestan eru hálku­blettir en víða all­hvasst. Minnt er á appel­sínu­gula veður­við­vörun þar í dag. Á Suður­landi er hálka eða hálku­blettir víða á út­vegum og á Hring­vegi austan Hvolsvallar.