Of tíma­frekt er að spritta ræðu­púltið á Al­þingi á milli ræðu­manna hverju sinni. Þetta segir Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Glöggir á­horf­endur hjóu eftir því að í gær­kvöldi í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra var pontan ekki sprittuð á milli ræðu­manna. Alls stigu 23 þing­menn upp í pontu í um­ræðunum í gær­kvöldi og allur gangur á því hvort menn héldu að sér höndum og snertu ekki púltið.

„Það var gert allt sem mögu­legt er,“ segir Stein­grímur og vísar til sótt­varna á Al­þingi. „Í fyrsta lagi með dreifingunni, menn sitja auð­vitað ekki hver ofan í öðrum og vel yfir metri á milli og leið­beiningar um allt hús. Spritt og spritt­þurrkur við hvert sæti,“ segir hann.

„Varðandi pontuna, að þá sést það ekki utan frá en þá er stór og á­berandi A4 miði sem á stendur „EKKI SNERTA PÚLTIГ og við erum sem­sagt að reyna að hvetja fólk til þess, að halda höndunum á sér frá púltinu,“ segir þing­for­setinn. Sá miði sé reglu­lega skipt út og í ýmsum litum til að vekja at­hygli.

„Flestir virða það bara og eru ekkert að halda í púltið eða snerta það. En auð­vitað getur alltaf verið að ein­hverjir gleymi sér og þá verður maður bara að vona að menn spritti sig og þvoi hendur áður en þeir fara að snerta and­litið á sér,“ segir hann.

„En það væri eigin­lega ó­mögu­legt að fara að standa í því að sótt­hreinsa púltið sem slíkt á milli hvers einasta ræðu­manns. Það væri mjög tíma­frekt og eins og ég segi, vonumst við til þess að fólk hegði sér í sam­ræmi við þetta og snerti ekki púltið.“

Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson tjáði sig um málið á Twitter í gærkvöldi:

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari