Umsókn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar um byggingu kirkju og safnaðarheimils á Bræðraborgarstíg var hafnað af skipulagsfulltrúanum í Reykjavík.

„Sótt er um leyfi til að byggja kirkju og safnaðarheimili úr járnbentri steinsteypu, safnaðarheimilið á þremur hæðum, í kjallara meðal annars helst stoðrými og tengigangur. Stærð safnaðarhúss, það er að segja kjallara, virðist ekki vera í samræmi við viðbótarskilmála sem nýsamþykkt deiliskipulagsbreyting vísar í,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.