Bene­dikt G. Ó­feigs­son, sér­fræðingur á sviði jarð­skorpu­hreyfinga hjá Veður­stofu Ís­lands, segir erfitt að svo stöddu að ráða í hvað sé að valda endur­teknum jarð­skjálftum á Reykja­nesinu. Hann segist hallast að því að skjálftarnir séu kviku­tengdir eftir því sem þeim fjölgar en segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það þýðir ekkert endi­lega að það sé annað gos á leiðinni.

Öflugur jarð­skjálfti reið yfir Reykja­nesi klukkan rétt rúm­lega 15:30 í dag. Skjálftinn fannst víða á suð­vestur­horni landsins og skalf jörð þó nokkuð. Sam­kvæmt tölum á vef Veður­stofu Ís­lands var skjálftinn 4,2 að stærð.

Upp­tök skjálftans voru á svipuðum stað og síðustu daga, skammt suð­vestur af Keili en þar hefur jarð­skjálfta­hrina verið í gangi síðustu daga.

„Reykja­nesið hefur tvö mót. Annars vegar eld­virkni og hins vegar er þetta líka fleka­skil, eins og á Suður­landi. Eins og núna hefur verið kviku­virkni og eld­gos og það veldur spennu­breytingum á jarð­skorpunni og það getur ýtt af stað mikilli skjálfta­virkni vegna þess að það er há­spenna á Reykja­nesi,“ segir Bene­dikt.

„.Svo verða náttúru­lega bara brota­skjálftar á Reykja­nesinu af því þetta er virk fleka­skil þannig það eru tvö fyrir­bæri í gangi. Það lítur út núna eins og það sé kvika sem eitt­hvað að safnast fyrir eða reyna koma sér upp og er að ýta á þessa skjálfta­virkni,“ bætir hann við. „Þetta getur líka verið af­leiðing af þeim spennu­breytingum sem eru búnar að vera í gangi út af eld­virkninni en eftir því sem þetta heldur á­fram og er ekkert að minnka myndi ég halda að það væri meira og meira að benda á að þetta sé kvika.“

Skjálftinn í dag fannst nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu víða enda sá stærsti í hrinunni hingað til.
fréttablaðið/anton

Spurður um hvort það þýði það sé annað eld­gos á leiðinni, segir hann of snemmt að segja til um það.

„Nei nei ekkert endi­lega það er engan veginn víst. Það getur verið gos á leiðinni eða ekki en það er allt­of snemmt að segja nokkuð um það,“ segir Bene­dikt

„Við erum pínu að reyna átta okkur á því hvort þetta er. En því lengur sem þetta heldur á­fram svona þá fer ég að hallast meira að því að þetta er kviku-tengt. En það er án á­byrgðar. Því hefð­bundnar tek­tóniskar hrinur lifa ekki mjög lengi. Þær halda á­fram í ein­hvern tíma en svo minnka þær frekar hratt eftir að þær eru búnar að ná nokkrum góðum skjálftum. Það er eitt­hvað sem er að við­halda því að það verði endur­teknir stórir skjálftar yfir þremur og það er allt svo­lítið kviku­legt,“ segir Bene­dikt og bætir við að það sé erfitt að ráða í þetta að svo stöddu.

„Reykja­nesið hefur alltaf verið pínu öðru­vísi en mörg önnur svæði hvað skjálfta­virkni varðar það eru oft lang­varandi hrinur þar sem eru ekki tengdar kvikum,“ segir Benedikt að lokum