Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í mörg horn að líta í gær­kvöldi og í nótt og komu þó nokkuð mörg fíkni­efna­mál á borð hennar. Alls voru fimm hand­teknir vegna fíkni­efna­mis­ferlis og þá voru nokkrir öku­menn teknir úr um­ferð vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna.

Á áttunda tímanum í gær­kvöldi var til­kynnt um um­ferðar­slys í hverfi 108, en þar hafði orðið á­rekstur á milli bif­reiðar og vespu. Minni­háttar meiðsl urðu á öku­manni og far­þega vespunnar, að sögn lög­reglu.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var til­kynnt um bif­reið sem lagt hafði verið uppi á gang­stétt í mið­borginni. Bif­reiðin var dregin í burtu með krana­bif­reið. Þá stöðvaði lög­regla bif­reið í hverfi 108 á þriðja tímanum í nótt en of margir far­þegar voru í bílnum og tvö börn sem voru ekki í belti.

Lög­regla og slökkvi­lið voru svo kölluð að Hafra­vatni í gær­kvöldi vegna stúlku sem hafði dottið af kajak í vatnið. Stúlkan var á nám­skeiði og hafði rekið frá hópnum vegna vinds og fallið svo út­byrðis.

Tölu­verður við­búnaður var á vett­vangi en svo heppi­lega vildi til að slökkvi­liðs­maður frá Slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins var á staðnum. Fékk hann flot­galla frá starfs­manni og synti út til stúlkunnar sem var komin nokkuð frá landi. Stúlkan var flutt á spítala til skoðunar en hún var orðin býsna köld þegar hún kom í land.