Innlent

Öryrki vann 30 milljónir: Greiddi upp allar skuldir

Í desember vann öryrki sem hefur gengið í gegn um mikla erfiðleika 30 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands. Vinningshafinn greiddi upp allar skuldir og keypti ný heimilistæki.

Peningar. Alveg haugur af peningum.

Öryrki vann 30 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá happdrættinu. Þar er haft eftir vinningshafanum, konu, að allt hennar nánasta fólk hafi farið í gegn um miklar raunir með sér og fjölskyldu sinni. 

„Þess vegna ákvað ég að segja þeim sem staðið hafa sem klettar við hlið okkar og gengið í gegnum öll áföllin með okkur frá vinningnum svo þau fengju að upplifa gleðina með okkur,“ hefur happdrættið eftir konunni. Staða hennar sé nú gjörbreytt. Fjárhagsáhyggjur séu foknar út í veður og vind og hún upplifi öryggi. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk peninginn í hendurnar var að hreinsa upp allar skuldir og svo nokkrum dögum seinna skipti ég út gömlum lúnum heimilistækjum.“

Fram kemur að símtalið hafi truflað samræður fjölskyldunnar í eldhúsinu. „Eftir símtalið gat ég ekki haldið því leyndu hvaða fréttir ég hafði fengið því allir störðu á mig. Það er samt gaman að segja frá því að elsta barnið mitt spurði „30 milljónir?“ Það var þá búið að sjá auglýsinguna frá ykkur með vinningnum.“

Haft er eftir konunni að hún þurfi að hafa skynsemi í hávegum svo hún lifi við fjárhagslegt öryggi sem lengst. „Annars held ég að ég sé varla enn búin að átta mig á þessu fyrir alvöru.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Innlent

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Auglýsing

Nýjast

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Auglýsing