Brott­hvarf banda­rískra her­manna frá Sýr­landi er háð á­kveðnum skil­yrðum. Þetta segir John Bol­ton, þjóðar­öryggis­ráð­gjafi Donalds Trump Banda­ríkja­for­seta. BBC greinir frá.

Meðal skil­yrðanna sem Banda­ríkin setja fram er að tyrk­nesk yfir­völd tryggi öryggi Kúrda í norður­hluta Sýr­lands. Á­kvörðun Banda­ríkja­for­seta um brotthvarf hermannanna, sem til­kynnt var upp úr miðjum desember, hefur reynst um­deild. 

Með brott­hvarfi her­aflans er talið að Tyrkir muni láta til skarar skríða gegn Kúrdum. Mál­flutningur ráða­manna Tyrk­lands hafi gefið það sterk­lega til kynna. Bol­ton segir að ekki verði af brott­hvarfi banda­rískra her­manna fyrr en að öryggi Kúrda er tryggt. „Í grund­vallar­at­riðum er það rétt,“ sagði Bol­ton að fundi loknum með ísraelskum em­bættis­mönnum í Jerúsalem í dag.

„Við lítum svo á að Tyrkir eigi ekki að ráðast í hernaðar­að­gerðir sem ekki eru sam­þykktar af banda­rískum yfir­völdum svo þeir setji her­menn okkar ekki í hættu og að staðið verði við skil­yrði for­setans um að and­spyrnu­hreyfingarnar í Sýr­landi séu heldur ekki í hættu,“ sagði Bol­ton enn­fremur. 

Það virðist þar með ætla að hægja á því að herinn skili sér heim en Trump gaf til kynna í desember að ráðist yrði í að­gerðirnar í miklum flýti. 

„Við munum ekki kalla her­mennina heim fyrr en Íslamska ríkinu er út­rýmt,“ sagði for­setinn í dag og dró í land með það hversu hratt yrði gengið frá brott­flutningi banda­rísku her­mannanna, sem eru um tvö þúsund. „Ég sagði aldrei að þetta myndi gerast svona hratt.“