Innlent

Ör­æfa­jökull býr sig undir gos

Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar vegna mögulegs goss í Öræfajökli. Þróun í jökli er dæmigerð fyrir eldfjall sem býr sig undir gos.

Hugsanlega styttist í eldgos á Íslandi. Fréttablaðið/Gunnþóra

Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfajökli og er það dæmigerð virkni eldfjalls sem býr sig undir eldgos. Fjallið hefur þanist út frá þar síðustu áramótum að minnsta kosti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi. Virknin gæti hætt áður en til goss kæmi, en ekki er hægt að segja á þessu stigi, segir í tilkynningu. Ein möguleg afleiðing þróunarinnar er aukin jarðhitavirkni á litlu dýpi, sem gæti valdið jökulhlaupi og gasmengun.

Rúmmálsbreyting í Öræfajökli er sambærileg og í Eyjafjallajökli fyrir gos. Fréttablaðið/Pjetur

Búið er að halda fundi með íbúum og rekstarfólki í ferðaþjónustu á svæðinu þar sem þeim hefur verið kynnt stöðu jökulsins. Almannavarnir hefur unnið neyðarrýmingaráaætlun, hefjist gos í jöklinum fyrirvaralítið og verið er að vinna að aðgerðaráætlun í kjölfar goss.

Segir í tilkynningunni að þenslunni fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun og að orsök hennar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Rúmmálsbreyting frá upphaf atburðarásarinnar nemur um 10 milljón rúmmetrum, sem er sambærilegt kvikuinnskoti í Eyjafjallajökul í aðdraganda goss í jöklinum 2010.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bjarni Már: Vona að atlögum að mannorði mínu linni

Innlent

Vinnu­staða­menning OR „betri en gengur og gerist“

Innlent

Ás­laug Thelma vissi ekkert um úr­skurðinn

Auglýsing

Nýjast

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla

Bein lýsing: Blaða­manna­fundur OR

Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt

Ó­á­sættan­legt að vinna ekki rann­sóknar­vinnuna

Vonast til þess að ná stjórn á eldunum í lok mánaðarins

Stór­slasaðist í bílslysi á Reykja­nes­braut í apríl

Auglýsing