Innlent

Ör­æfa­jökull býr sig undir gos

Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar vegna mögulegs goss í Öræfajökli. Þróun í jökli er dæmigerð fyrir eldfjall sem býr sig undir gos.

Hugsanlega styttist í eldgos á Íslandi. Fréttablaðið/Gunnþóra

Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfajökli og er það dæmigerð virkni eldfjalls sem býr sig undir eldgos. Fjallið hefur þanist út frá þar síðustu áramótum að minnsta kosti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi. Virknin gæti hætt áður en til goss kæmi, en ekki er hægt að segja á þessu stigi, segir í tilkynningu. Ein möguleg afleiðing þróunarinnar er aukin jarðhitavirkni á litlu dýpi, sem gæti valdið jökulhlaupi og gasmengun.

Rúmmálsbreyting í Öræfajökli er sambærileg og í Eyjafjallajökli fyrir gos. Fréttablaðið/Pjetur

Búið er að halda fundi með íbúum og rekstarfólki í ferðaþjónustu á svæðinu þar sem þeim hefur verið kynnt stöðu jökulsins. Almannavarnir hefur unnið neyðarrýmingaráaætlun, hefjist gos í jöklinum fyrirvaralítið og verið er að vinna að aðgerðaráætlun í kjölfar goss.

Segir í tilkynningunni að þenslunni fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun og að orsök hennar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Rúmmálsbreyting frá upphaf atburðarásarinnar nemur um 10 milljón rúmmetrum, sem er sambærilegt kvikuinnskoti í Eyjafjallajökul í aðdraganda goss í jöklinum 2010.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Innlent

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Nefnd HÍ skeri ekki úr um lögmæti rannsókna

Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi

Vill ekki vanrækja bandamenn lengur

Auglýsing