Stjórnmál

Ölvuðum vara­þing­manni vísað úr þing­veislu

Guð­mundi Sæ­vari Sæ­vars­syni, hjúkrunar­deildar­stjóra og vara­þing­manni Flokks fólksins, var vísað úr þing­veislunni sem haldin var á Hótel Sögu á föstu­dags­kvöld.

Guðmundi Sævari Sævarssyni, varaþingmanni, var vísað úr árlegri veislu Alþingis á Hótel Sögu eftir að hafa áreitt konur í veislunni kynferðislega.

Guðmundi Sævari Sævarssyni, hjúkrunardeildarstjóra og varaþingmanni Flokks fólksins, var vísað úr þingveislunni sem haldin var á Hótel Sögu á föstudagskvöld.

Hann hafði gerst mjög ölvaður og áreitti þingkonur og maka þingmanna með óviðeigandi strokum og snertingum. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta hafði hann ítrekað áreitt konur í veislusalnum með mjög óviðeigandi snertingum þar til þolinmæði veislugesta þraut og starfsmaður hótelsins var fenginn til þess að fylgja honum á dyr.

Heimildir Fréttablaðsins herma að framkoma varaþingmannsins hafi valdið talsverðu uppnámi, bæði innan flokks hans og annarra, og að þingflokksformenn hafi rætt sín á milli um hvernig bregðast skuli við.

Í áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi, sem nálgast má á vef Alþingis, segir meðal annars að „allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu.“

Þá er „einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi, í hvaða mæli eða mynd sem það birtist, verður ekki látin viðgangast á skrifstofu Alþingis“ og það er á „ábyrgð bæði stjórnenda og annarra starfsmanna skrifstofu Alþingis að fyrirbyggja og bregðast við slíkri hegðun.“

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa heyrt „einhvern orðróm“ um uppákomu í veislunni en sjálfur hafði hann yfirgefið veisluna snemma.

Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, var upptekinn á fundi í morgun, þegar Fréttablaðið hugðist leita viðbragða hjá honum og ekki hefur náðst í Guðmund Sævar þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Una gaf Birni Leví nýja inni­skó í þing­veislunni

Lífið

Þingmenn snæddu nautalund og humarhala

Fólk

Hall­dór drepur Björn Leví úr hlátri

Auglýsing

Nýjast

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Auglýsing