Innlent

„Öll dýrustu fjallahjólin voru tekin“

Brotist var inn í Reiðhjóla - og sláttuvélarþjónustuna á Vagnhöfða 6 í Reykjavík í nótt. Eiríkur Ingi eigandi segir að fimm til tíu hjól hafi verið tekin. Það verði erfitt að koma þeim í verð á Íslandi.

Eiríkur Ingi segir að aðkoman hafi verið slæm í morgun. Mynd/Aðsend

Aðkoman var slæm, það verður bara að segjast,“ segir Eiríkur Ingi Kristinsson, eigandi Reiðhjólaþjónustunnar á Vagnhöfða. Innbrotsþjófar létu greipar sópa í versluninni í nótt og stálu mjög vönduðum Sensa-fjallahjólum.

„Þetta voru öll dýrustu fjallahjólin sem voru tekin,“ segir Eiríkur Ingi, sem er í útlöndum. Hann hefur ekki áður orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum og segir upplifunina slæma. „Það vill enginn lenda í svona.“

Sjá einnig: Rannsaka reiðhjólaþjófnað í Reykjavík

Hjólin sem voru tekin eru 2019 árgerðir af Sensa fjallahjólum. Eiríkur segist ekki geta ímyndað sér að auðvelt verði að koma þeim í verð á Íslandi. Hann sé sá eini sem sé að selja svona hjól, og þau séu nýkomin til hans.

Eiríkur segir að ummerki á vettvangi bendi til þess að einhverjir „jólasveinar“ hafi verið á ferðinni, eins og hann orðar það. Kúbein var notað til að spenna upp hurðina og þannig komust þeir inn. Kúbeinið fannst á vettvangi.

Miklu var rótað úr hillum án þess að það hafi verið tekið. „Það var mokað úr hillum bara til að rusla til, að því er virðist.“ Það eina sem hafi verið tekið voru fimm til tíu reiðhjól og nokkrir „trainerar“, sem eru æfingatæki. „Það verður erfitt að selja þetta hérna heima,“ segir hann.

Svona hjól var á meðal þeirra sem var tekið.

Þjófarnir virðast ekki hafa verið lengi inni í búðinni. „Þeir virðast ekki hafa farið um allt og hafa sennilega verið að flýta sér.“ Eiríkur Ingi að fyrirtækið sem hann reki sé aðeins lítið fjölskyldufyrirtæki. Hann segist telja að hann sé vel tryggður fyrir tjóni sem þessu. „Ég á að vera tryggður, sem betur fer.“

Svona hjól var líka tekið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

endómetríósa

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Innlent

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Umhverfismál

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Auglýsing

Nýjast

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Spyr ráðherra um brottvísun barna

Enginn til­kynnti beina út­sendingu af hryðju­verkunum

Mót­mæla nú fyrir framan lög­reglu­stöðina

Kærður fyrir þrjár líkamsárásir í sömu vikunni

Auglýsing