Lögreglan

Öku­níðingur úr­skurðaður í viku­langt gæslu­varð­hald

Maðurinn sem olli stórfelldu tjóni á Reykjanesbrautinni í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann er talinn hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Mikið tjón varð á Reykjanesbrautinni í gær. Maðurinn er sagður hafa ekið svarti Suzuki Swift bifreið Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Maður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir að hafa skemmt að minnsta kosti þrettán bíla með ofsaakstri sínum á Reykjanesbrautinni í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild í kjölfar slyssins og er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Lögreglunni barst þrjár tilkynningar af ofsaakstri mannsins á Reykjanesbrautinni áður en áreksturinn varð.

Mbl.is greinir fyrst frá gæsluvarðhaldsúrskurðinum.

Maðurinn mældist á 136 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund þegar lögreglan mætti bílnum. Almennt myndast mikil umferðarteppa í morgunumferðinni fyrir ofan hringtorg við Lækjargötu og við fráreinar frá Ásvöllum. Maðurinn er sagður hafa ekið á ofsahraða á Reykjanesbraut og ekið svo á miðri Reykjanesbraut á milli akreina, með fram bílum sem kyrrir sátu í umferðarteppu.

Sjá einnig: Handtekinn eftir slysið á Reykjanesbraut

Lögreglan auglýsti í gær eftir upplýsingum um svartan bíl af gerðinni Suzuki Swift, sem maðurinn er sagður hafa ekið. Eitt myndband hefur borist lögreglunni af aksturslagi mannsins. Talið er að maðurinn hafi verið að koma frá Reykjanesbæ, en hann hefur lítið komið við sögu lögreglu fram að þessu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hand­tekinn eftir slysið á Reykja­nes­braut

Lögreglan

Fjölda­hand­tökur vegna kenni­tölu­svika

Lögreglan

Rændu skart­gripum úr öryggis­hólfi

Auglýsing

Nýjast

57 milljónum varið í fjölgun heimilis­lækna

Sögð hafa fengið 23 milljónir fyrir að teikna braggann

„Allt gert til að verj­a verð­l­agn­ing­u ferð­a­m­ann­a­­­stað­a“

Leggur fram lög­banns­beiðni á Tekjur.is

Aldrei meiri olíunotkun

Guð­­mundur Andri: Kristinn lektor er ekki stikk­­frí

Auglýsing