Gordon Murrey Automotive vinnur nú að smíði lítils sportbíls með 1,5 lítra og þriggja strokka Dragon vél frá Ford sem skilar 215 hestöflum. Þessi vél er sú sama og finna má í Ford Fiesta ST en í bíl Gordon Murrey skilar hún auka 18 hestöflum. Ford Fiesta bíllinn vegur 1.260 kíló en sportbíll Gordon Murrey mun aðeins vega 850 kíló og þess mun sprækari. Það mun gera þennan bíl öflugri per kíló en til dæmis Alfa Romeo 4C og eru 229 hestöfl á hvert tonn í sportbílnum en 202 hestöfl per tonn eru í Alfa Romeo 4C og því ætti hann að vera sneggri úr sporunum en hann. Í Lotus Elise 1,8 S Cup er til dæmis 231 hestafl per tonn. Nýi sportbíll Gordon Murrey, er jú einna þekktastur fyrir það að hafa hannað McLaren F1 bílinn, mun fá nafnið T43 og bíllinn á að vera venjulegur götubíll en ekki brautarbíll.

Ál og koltrefjar skýra léttvigtina

Bíllinn á að vera með helstu nauðsynjar venjulegs ökutækis og verður með miðstöð, hljóðkerfi og leiðsögukerfi og fullt af öryggispúðum þrátt fyrir litla vigt bílsins. Bíllinn er einkar smávaxinn og lengd hans aðeins 3,6 metrar, breiddin 1,75 metrar, hæðin 1,24 metrar og bilið milli öxla 2,5 metrar. Undirvagninn er að mestu smíðaur úr áli og yfirbyggingin úr koltrefjum og það skýrir að mestu léttvigtina. Bíllinn mun líkjast talsvert McLaren F1 en vera bara miklu minni. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu og vera á 18 tommu léttmálmsfelgum. Bíllinn verður með frábært loftflæði og mun klúfa loftið betur en flestir aðrir bílar. Ef til vill það besta við þennan nýja bíl er að hann á ekki að kosta meira en 40.000 pund, eða um 6,4 milljónir króna. Það mun gera hann 1,1 milljónum ódýrari en Alpine A110 sportbílinn og 1,9 milljónum ódýrari en Porsche Cayman. Ekki er enn ljóst hvenær fyrstu T43 bílarnir koma á götuna.