Oddur Ey­steinn Frið­riks­son, betur þekktur sem Odee, kveðst ekki þurfa að svara fyrir meintan stuld sinn á höfundar­verki annarra lista­manna í hönnun fyrir Opal-um­búðir.

„Þetta er náttúr­lega bara þekkt list­form og ég hef oft áður verið að svara fyrir eitt­hvað svona, ég er bara hættur að nenna því,“ segir Oddur í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann bendir auk þess á að ef höfunda­varið vöru­merki sé sett í annað sam­hengi sé um nýtt sjálf­stætt lista­verk að ræða. „Okkar þekktustu lista­menn, Erró til dæmis, hefur verið að stunda klippi­mynda­list frá upp­hafi.

Greint var frá því á Face­book að einn þeirra lista­manna sem Odee er sagður hafa stolið frá hyggist kæra málið og láta setja lög­bann á verkið á Opal-um­búðunum.

„Við búum náttúr­lega bara í réttar­ríki og fólk getur bara sótt rétt sinn ef það vill. Ég bara geri engar at­huga­semdir við það,“ segir Oddur.

Hann bætir því við að hann sé ekki stressaður yfir því að fá á sig kæru og hafi ekki heyrt neitt frá hinum er­lendu lista­mönnum enn sem komið er.

Kemur þetta eitt­hvað illa upp á sam­starf þitt við Nóa Síríus?

„Ekki svo ég viti, nei. Ég hef ekkert heyrt af því, þetta hefur ekkert verið í um­ræðunni.“