Óli Halldórsson, oddviti Vinstri grænna í Norðurþingi, ætlar að bjóða sig fram til forystu á sínum heimavelli í Norðausturkjördæmi.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra og lengst af for­maður Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs tilkynnti á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis í lok október að hann hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða fram­boð VG í al­þingis­kosningunum á næsta ári.

„Ég ætla í framboð,“ skrifar Óli í tilkynningu á Facebook. Hann var varaþingmaður Norðausturkjördæmis í maí til júní 2017 og í júní 2019 en í þetta skipti hefur hann ekki hug á varajakkanum.

„Ég mun bjóða mig fram til þess að vera í forystu VG á mínum heimavelli og leiða framboðið,“ tilkynnir hann.