Kosið er á milli Þorsteins Sæmundssonar þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Flokksmenn felldu tillögu uppstillingarnefndar þar sem Fjóla var í oddvitasæti.
Þorsteinn var ekki á listanum. Boðað var til oddvitakjörsins á sunnudaginn, kjörskrá lokaðist á miðvikudag.
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir að vel hafi gengið að skipuleggja kjörið þrátt fyrir lítinn fyrirvara.
Hún vildi ekki gefa upp hversu margir hefðu bæst við á kjörskrána í millitíðinni
„Það bætist alltaf eitthvað við,“ segir hún.
„Svo þarf að vera búið að borga félagsgjöld líka.“