Innlent

Odd­viti Fram­­­­sóknar­­ bíður eftir grænu ljósi

Ingvar Jóns­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík, er kosninga­gír í nýju mynd­bandi þar sem hann bíður ó­þolin­móður eftir grænu ljósi í stað rauðs sem borgar­meiri­hlutinn setti á hann og aðra veg­far­endur.

Ingvar Jónsson bíður eftir græna ljósinu og horfir á mannlausa bekki á meðan. Skjáskot

Flugstjórinn Ingvar Mar Jónsson, sem leiðir lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, er með báðar fætur á jörðinni, nánar tiltekið við Bústaðaveg í nýju kosningamyndbandi sem hann birtir á Facebook.

Hann horfir yfir að þrengdum Grensásvegi og útskýrir hvernig breytingin á götunni hægir á bílaumferð. Þar sem áður var „alltaf hægt að beygja“, eins og hann orðar það, þarf núna að bíða eftir grænu ljósi. Bið sem reynir nokkuð á þolinmæði oddvitans.

Hann segir breytinguna, sem fylgdi umdeildri þrenginu Grensásvegar, hægja á umferð og lengja ferðatíma. Þá býsnast hann yfir því að þessi ósköp hafi kostað rúmar 200 milljónir.

Tveimur bekkjum var komið fyrir við gatnamótin þegar Grensásvegur var þrengdur. Ingvar hefur aldrei séð nokkra manneskju sitja á bekkjunum sem hann telur augljóst dæmi um „ótrúlega sóun á skattfé.“

Hann lofar að vísu ekki að láta fjarlægja bekkina komist hann til áhrifa í borginni en þarna gæti hann þó hafa dottið niður á kosningaloforð sem auðvelt er að efna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ingvar Mar leiðir lista Fra­msóknar í borginni

Innlent

Ætla að „hækka flugið og lenda mjúk­lega á kjör­dag“

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Auglýsing

Nýjast

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Auglýsing