Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjanesbæ eru sammála um að undirliggjandi reiði hafi verið lengi við líði meðal íbúanna í sveitarfélaginu vegna fjármála þess, en að sú reiði sem betur fer að hverfa.

Herinn fór og fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins var ekki ábyrg og svo kom hrunið, segir Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs. Margrét Ólöf Sanders oddviti Sjálfstæðisflokks segir menn vilja skýra framtíðarsýn og engar skýjaborgir.

Margrét segir flokkinn tilbúinn í meirihluta samstarfs við Samfylkinguna ef því væri að skipta. Friðjón segist fyrst tala við þann meirihluta sem nú er í bænum.

Oddvitaslagur í 5 stærstu sveitarfélögum landsins hefst á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld kl. 18:57 í opinni dagskrá í umsjón Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Elínar Hirst.


Annaðkvöld verða oddvitar í Kópavogi gestir þáttarins, á miðvikudagskvöld oddvitar á Akureyri, á fimmtudagskvöld oddvitar í Hafnarfirði og oddvitar í Reykjavík á föstudagskvöld. Lokaþátturinn á föstudag hefst klukkan 18 þegar aðeins rúmur hálfur sólarhringur er þar til að kjörstaðir opna um allt land.

Hér má heyra brot úr viðtali við Friðjón Einarsson og Margréti Sanders í þætti kvöldsins með oddvitum Reykjanesbæjar.