Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar og Sigurður P. Sigmundsson oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði gagnrýna báðir sölu meirihlutans í bænum á hlutabréfum í HS veitum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir þetta hafa verið skynsamlegt skref til laga fjárhagslega stöðu.

Augljós spenna er milli oddvita Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en Guðmundur Árni hefur komið sterkur inn fyrir Samfylkinguna samkvæmt skoðanakönnunum, en Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn í bænum í síðustu kosningum og virðast halda nokkuð vel í fylgið samkvæmt könnunum.

Oddvitaslagur í Hafnarfirði er á dagskrá Fréttavaktarinnar á Hringbraut í opinni dagskrá í kvöld. Hefðbundin Fréttavakt hefst eins og venjulega klukkan 18:30 en Oddvitaslagurinn tekur svo við klukkan 18:57. Í kvöld mæta oddvitar allra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði, en þættinum er skipt upp í þrennt.