Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag og svo virðist sem að kjörsókn sé betri en í síðustu kosningum. Margir oddvitar framboðsflokka í Reykjavík hafa greitt atkvæði og ljósmyndurum Fréttablaðsins tókst að smella af nokkrum myndum af oddvitunum í Reykjavík að skila inn atkvæðum sínum.

Fréttablaðið náði tali af Líf Magneudóttir skömmu eftir að hafa skilað inni atkvæði sínu. Hún segist hlakkar til að sjá fyrstu tölur og segist vonar að rödd Binstri grænna fá enn heyrast í borginni í lok dagsins.

Aðspurð hvort hún muni geta veitt Eurovision keppninni sem fer fram í kvöld segist Líf vera „í hálfgerðri uppgjöf gagnvart Eurovison í ár.“ Hún hafi lítið getað kynnt sér keppnina og þekki bara lag Systra sem keppa í kvöld fyrir hönd Íslands. „Í venjulegu árferði væri ég með Eurovison-kvöld með nágrönnum mínum og börnunum öllum“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skilar inn atkvæði sínu glöð í bragði
Fréttablaðið/Ernir
Dagur B. Eggertsson mætti með dóttur sína sem var að kjósa í fyrsta sinn
Fréttablaðið/Anton Brink
Ómar Már Jónsson er búinn að skila sínu atkvæði inn
Fréttablaðið/Ernir
Hildur Björnsdóttir mætti með fjölskylduna í Frostaskjólið
Fréttablaðið/Ernir
Einar Þorsteinsson skilaði sínu atkvæði inn í Ölduselsskóla
Fréttablaðið/Ernir