Fram­boðs­listi Sam­fylkingarinnar í Suður­kjör­dæmi fyrir al­þingis­kosningarnar 25. septem­ber 2021 var sam­þykktur með yfir­gnæfandi meiri­hluta á fundi kjör­dæmis­ráðs Sam­fylkingarinnar í kvöld. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flokknum.

Odd­ný Harðar­dóttir þing­maður Sam­fylkingarinnar í Suður­kjör­dæmi, þing­flokks­for­maður og fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra leiðir listann. Í öðru sæti er Viktor Stefán Páls­son, sviðs­stjóri hjá Mat­væla­stofnun og for­maður Ung­menna­fé­lags Sel­foss.

Þriðja sætið skipar Guð­ný Birna Guð­munds­dóttir hjúkrunar­stjóri heima­hjúkrunar hjá Reykja­víkur­borg, bæjar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, hjúkrunar­fræðingur og MBA nemi. Í fjórða sæti er Inger Erla Thomsen stjórnmálafræðinemi úr Grímsnesinu og fimmta sætið skipar formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ Friðjón Einarsson.

Haft er eftir Odd­nýju að um sé að ræða öflugan hóp. „Það eru fjöl­mörg tæki­færi fram­undan í upp­byggingu eftir heims­far­aldur og sýn okkar er skýr í þeim efnum. Ríkis­stjórnin og stjórnar­flokkarnir hafa brugðist og ekki staðið með fólkinu í kjör­dæminu sem bera þyngstu byrðarnar í heims­far­aldrinum. Nú þurfum við allar hendur á dekk svo ný ríkis­stjórn eftir kosningar verði leidd af jafnaðar­mönnum.“


Listinn í heild sinni:

1 Odd­ný G. Harðar­dóttir Suður­nesja­bær Þing­maður Sam­fylkingarinnar, þing­flokks­for­maður, fyrr­verandi bæjar­stjóri í Garði og fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra.
2 Viktor Stefán Páls­son Ár­borg Sviðs­stjóri hjá Mat­væla­stofnun og for­maður Ung­menna­fé­lags Sel­foss
3 Guð­ný Birna Guð­munds­dóttir Reykja­nes­bær Hjúkrunar­stjóri heima­hjúkrunar hjá Reykja­víkur­borg, bæjar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, hjúkrunar­fræðingur og MBA nemi
4 Inger Erla Thom­sen Gríms­nes Stjórn­mála­fræði­nemi
5 Frið­jón Einars­son Reykja­nes­bær For­maður bæjar­ráðs Reykja­nes­bæjar
6 Anton Örn Eggerts­son Vest­manna­eyjar Með­eig­andi í Pítsu­gerðinni og yfir­kokkur hjá veitinga­staðnum Gott
7 Margrét Stur­laugs­dóttir Reykja­nes­bær At­vinnu­laus fyrr­verandi flug­freyja Icelandair
8 Davíð Kristjáns­son Ár­borg Vél­virki hjá Veitum
9 Sig­geir Fannar Ævars­son Grinda­vik Fram­kvæmda­stjóri
10 Elín Björg Jóns­dóttir Þor­láks­höfn Fyrr­verandi for­maður BSRB
11 Óðinn Hilmis­son Vogar Húsa­smíða­meistari, kennara­nám iðn­meistara, tón­listar­maður og rit­höfundur
12 Guð­rún Ingi­mundar­dóttir Höfn í Horna­firði Vinnur við um­önnun og er eftir­launa­þegi
13 Hrafn Óskar Odds­son Vest­manna­eyjar Sjó­maður
14 Hildur Tryggva­dóttir Hvols­velli Sjúkra­liði og nemi í Leik­skóla­fræði við Há­skóla Ís­land
15 Fríða Stefáns­dóttir Suður­nesja­bær For­maður bæjar­ráðs í Suður­nesja­bæ og deildar­stjóri í Sand­gerðis­skóla
16 Haf­þór Ingi Ragnars­son Hruna­manna­hreppi 6. árs lækna­nemi og að­stoðar­læknir á bráða­mót­töku HSu
17 Sigur­rós Antons­dóttir Reykja­nes­bær Hár­snyrti­meistari, at­vinnu­rekandi og kennari
18 Gunnar Karl Ólafs­son Ár­borg Sér­fræðingur á kjara­sviði - Báran, stéttar­fé­lag
19 Soffía Sigurðar­dóttir Ár­borg Mark­þjálfi
20 Eyjólfur Ey­steins­son Reykja­nes­bær For­maður Öldunga­ráðs Suður­nesja og fyrrv. út­sölu­stjóri ÁTVR