Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í kvöld að hún myndi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna aftur í ár.

„Jennifer vinkona mín brást vel við þegar ég sagði henni að ég hefði tilkynnt kjördæmisráðinu í Suðurkjördæmi að ég ætlaði að bjóða mig fram að nýju fyrir Samfylkinguna,“ skrifaði Oddný á Twitter.

Með tístinu birti hún mynd af leikkonunni Jennifer Aniston sem virtist fregnunum fegin ef marka má áletrun á bol hennar.