Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindist með Covid-19 í dag.

Frá þessu greinir Oddný á Facebook-síðu sinni.

Oddný segist fullbólusett þrátt fyrir að hafa ekki enn fengið örvunarskammtinn. Hún vonar að hinar tvær forði sér frá langvarandi veikindum.

„En jólahald í Björkinni verður alla vega með einföldum hætti í ár. Því miður.“

Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að minnsta kosti þrír þingmenn úr tveimur flokkum stjórnarandstöðunnar ásamt starfsmönnum hafi greinst með Covid-19.

Áhyggjur væru um að fleiri smit ættu eftir að greinast.