Oddeyrarskóla á Akureyri hefur verið lokað og allt starfsfólk og nemendur látnir sæta úrvinnslusóttkví eftir að nemandi á miðsti greindist með COVID-19.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra greindist nemandinn í gær og fer nú smitrakning fram.

Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er og eru því starfsfólk, nemendur og foreldrar beðnir um að fylgjast vel með því hvort fram komin einkenni sjúkdómsins.

Skólayfirvöld segja í tilkynningu að skólinn verði lokaður fram á mánudaginn 19. október vegna smitsins og síðan taka við haustfrí út næstu viku.

Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn.