Viðar Már Matthías­son, fyrr­verandi hæsta­réttar­dómari er launa­hæstur þeirra sem heyra undir réttar­kerfið sam­kvæmt á­lagningar­skrá ríkis­skatt­stjóra. Miðað við út­svars­tekjur hans á síðasta ári hafði hann rúmar fimm milljónir í mánaðar­tekjur á síðasta ári.

Hæsta­réttar­dómarar geta farið á eftir­laun 65 ára og haldið launa­kjörum sínum ævin­langt. Auk dóm­starfa hefur Viðar Már gegnt prófessors­stöðu við Há­skóla Ís­lands.

Hæst­launaði sitjandi Hæsta­réttar­dómari er Björg Thoraren­sen, með tæpar 2,7 milljónir í mánaðar­laun en líkt og Viðar Már, hefur Björg einnig gegnt prófessors­stöðu í há­skólanum.

For­seti Hæsta­réttar er litlu lægri en Björg, og munar einungis nokkrum þúsund­köllum á mánuði.

Sig­ríður J. Frið­jóns­dóttir ríkis­sak­sóknari er með 1,9 milljónir á mánuði og Helgi Magnús Gunnars­son vara­ríkis­sak­sóknari er með rúma 1,5 milljón á mánuði.

Ólíkt embætti Héraðssaksóknara er Sigríður Friðjónsdóttir með hærri laun en næstráðandi Helgi Magnús Gunnarsson.

Friðrik Smári launahæstur hjá Héraðssaksóknara

Ólafur Þór Hauks­son, héraðs­sak­sóknari er með 1,6 milljónir á mánuði og Kol­brún Bene­dikts­dóttir, vara­héraðs­sak­sóknari er með rúma 1,5 milljón í mánar­laun miðað við á­lagningar­skránna. Bæði eru þau með mun lægri laun á mánuði en Frið­rik Smári Björg­vins­son, sak­sóknari hjá em­bættinu sem er með rúmar 2,5 milljónir í mánaðar­laun.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir ríkis­lög­reglu­stjóri er með rúma 1,8 milljón á mánuði og Grímur Gríms­son, yfir­maður mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu er með tæpa 1,3 milljón á mánuði.

Launakjör samkvæmt fréttinni eru reiknuð eftir greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrá. Fjármagnstekjur eru ekki taldar með.

Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari hjá Héraðssaksóknara er með 2,5 milljón á mánuði samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra.
Fréttablaðið/Anton Brink

Launakjör helstu persóna og leikenda réttarkerfisins:

Viðar Már Matthías­son, fyrr­verandi hæsta­réttar­dómari 5.154.780 kr. á mánuði,
Ást­ráður Haralds­son, héraðs­dómari, 3.318.555 kr. á mánuði,
Greta Baldurs­dóttir, fyrrv. Hæsta­réttar­dómari, 3.014.110 kr. á mánuði,
Björg Thoraren­sen, hæsta­réttar­dómari, 2.647.923 kr. á mánuði,
Bene­dikt Boga­son, for­seti Hæsta­réttar, 2.623.186 kr. á mánuði,
Ei­ríkur Tómas­son, fyrrv. Hæsta­réttar­dómari, 2.564.279 kr. á mánuði,
Frið­rik Smári Björg­vins­son, sak­sóknari hjá Héraðs­sak­sóknara, 2.545.347 kr. á mánuði,
Ása Ólafs­dóttir hæsta­réttar­dómari, 2.493.876 kr. á mánuði,
Hjörtur Aðal­steins­son, dóm­stjóri, 2.422.864 kr. á mánuði,
Karl Axels­son, hæsta­réttar­dómari, 2.219.806 kr. á mánuði,
Þor­geir Ör­lygs­son, fyrrv. for­seti Hæsta­réttar, 2.203.880 kr. á mánuði,
Kjartan Bjarni Björg­vins­son, héraðs­dómari, 2.115.872 kr. á mánuði,
Ing­veldur Þ. Einars­dóttir, vara­for­seti Hæsta­réttar, 2.089.634 kr. á mánuði,
Markús Sigur­björns­son fyrrv. Hæsta­réttar­dómari, 2.037.891 kr. á mánuði,
Símon Sig­valda­son, lands­réttar­dómari, 2.030.274 kr. á mánuði,
Lárentsínus Kristjáns­son, héraðs­dómari, 2.028.833 kr. á mánuði,
Davíð Þór Björg­vins­son, lands­réttar­dómari, 1.980.226 kr. á mánuði,
Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrrv. Hæsta­réttar­dómari, 1.949.113 kr. á mánuði,
Ólafur Börkur Þor­valds­son, hæsta­réttar­dómari, 1.939.311 kr. á mánuði,
Sig­ríður J. Frið­jóns­dóttir, ríkis­sak­sóknari, 1.913.406 kr. á mánuði,
Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, ríkis­lög­reglu­stjóri, 1.806.803 kr. á mánuði,
Hulda Árna­dóttir, héraðs­dómari, 1.794.218 kr. á mánuði,
Odd­ný Mjöll Arnar­dóttir, lands­réttar­dómari, 1.784.711 kr. á mánuði,
Einar Karl Hall­varðs­son, dómari við Héraðs­dóm Suður­lands, 1.773.526 kr. á mánuði,
Aðal­steinn Egill Jónas­son, dómari við Lands­rétt, 1.772.338 kr. á mánuði,
Þor­geir Ingi Njáls­son, lands­réttar­dómari, 1.722.275 kr. á mánuði,
Birgir Jónas­son, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra, 1.692.282 kr. á mánuði,
Þor­steinn Davíðs­son, héraðs­dómari, 1.639.979 kr. á mánuði,
Ólafur Þór Hauks­son, héraðs­sak­sóknari, 1.605.464 kr. á mánuði,
Helgi Sigurðs­son, héraðs­dómari 1.568.870 kr. á mánuði,
Kristín Þórðar­dóttir, sýslu­maður á Suður­landi, 1.565.104 kr. á mánuði,
Helgi Magnús Gunnars­son, vara­ríkis­sak­sóknari, 1.561.705 kr. á mánuði,
Kol­brún Bene­dikts­dóttir, vara­héraðs­sak­sóknari, 1.552.064 kr. á mánuði,
Alda Hrönn Jóhanns­dóttir, yfir­lög­fræðingur lög­reglu­stjórans á Suður­nesjum, 1.542.222 kr. á mánuði,
Jón H.B. Snorra­son, sak­sóknari hjá ríkis­sak­sóknara, 1.542.076 kr. á mánuði,
Páll E. Win­kel, fangelsis­mála­stjóri, 1.514.325 kr. á mánuði,
Björn L. Bergs­son, héraðs­dómari, 1.484.784 kr. á mánuði,
Ólafur Helgi Kjartans­son, fyrrv. lög­reglu­stj. á Suður­nesjum, 1.479.535 kr. á mánuði,
Páley Borg­þórs­dóttir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra, 1.477.803 kr. á mánuði,
Margrét María Sigurðar­dóttir, lög­reglu­stjóri á Austur­landi, 1.465.827 kr. á mánuði,
Björn Þor­valds­son, sak­sóknari hjá ríkis­sak­sóknara, 1.378.014 kr. á mánuði,
Grímur Her­geirs­son, lög­reglu­stjóri á Suður­landi 1.377.793 kr. á mánuði,
Arn­dís Soffía Sigurðar­dóttir,sýslum. í Vest­manna­eyjum 1.374.014 kr. á mánuði,
Finnur Þór Vil­hjálms­son , sak­sóknari, 1.355.690 kr. á mánuði,
Grímur Gríms­son, yfir­maður mið­lægrar rann­sóknar­deildar LRH, 1.288.680 kr. á mánuði,
Karl Steinar Vals­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra, 1.113.256 kr. á mánuði,
Arn­grímur Ís­berg, héraðs­dómari, 1.026.830 kr. á mánuði.