Sótt­varnar­að­gerðir verða ó­breyttar innan­lands í viku til við­bótar. Þetta stað­festi Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra fyrir utan ráð­herra­bú­staðinn rétt í þessu.

Var það að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis samkvæmt Svandísi. Eins og fram hefur komið skilaði hann inn minnisblaði til ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Þetta þýðir að áfram verður tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regla og áfram verður veitinga-og skemmtistöðum lokað klukkan 22:00 á kvöldin.

„Það er engin breyting. Við framlengjum reglugerðina í eina viku. Sóttvarnalæknir taldi ástæðu til að aðeins bíða og sjá í nokkra daga,“ segir Svandís. Hún segist vænta þess að ef heldur sem horfir verði hægt að grípa til tilslakana.

„Vonandi viðamiklar,“ segir hún aðspurð út í þær tilslakanir. „En þetta var í samræmi við hans minnisblað,“ segir Svandís. Aðspurð að því hvort ekki sé tilefni til tilslakan þegar bólusetningar hafa gengið jafnvel og nú segir Svandís það til skoðunar.

Þið hafið sett ykkur markmið að reyna að aflétta öllu í sumar. Mun það standast?

„Það er markmiðið. Þess vegna settum við fram þessa áætlun,“ segir Svandís.

Fréttin hefur verið uppfærð.