Aðgerðir á landamærum vegna heimsfaraldurs Covid-19 haldast óbreyttar til 28. febrúar.

„Þær hafa verið skilvirkar og gefið mjög góða raun í að tryggja að við höfum gott yfirlit yfir þau sem eru að koma hingað til lands með veiruna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við Fréttablaðið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Aðgerðar innanlands verða hertar frá miðnætti í kvöld; tíu manna samkomubann tekur gildi og skemmtistöðum verður lokað. Viðburðir með hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skólastarf heldur áfram með sama sniði og sundstaðir og líkamsræktarstöðvar verða áfram opnar en þó aðeins með heimild um 50 prósenta leyfilegan fjölda.

Sam­kvæmt núgildandi reglum eru Ís­lendingar og þau sem hafa tengsl við Ís­land, undan­skilin því að fara í PCR próf fyrir byrðingu en þurfa að gera það eftir að þau koma heim.

Í byrjun árs skoðaði landamærahópur forsætisráðherra hvort forsendur væru fyrir því að krefja farþega á leið til landsins um neikvætt PCR próf fyrir byrðingu

Ekki var talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunna að valda. Forsætisráðherra segir að ekki sé tilefni núna til að breyta aðgerðum á landamærum.