Af þeim rúmlega 4.400 einstaklingum sem smituðust af Covid-19 á tímabilinu 17. júlí til 15. september voru 37,5 prósent óbólusett.

Í fjórðu bylgju faraldursins sem enn stendur yfir hafa um 4.600 manns smitast af Covid og um 100 þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Þriðjungur þeirra sem lagst hafa inn á sjúkrahús í þessari bylgju var óbólusettur.

Einungis 13 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru óbólusett svo hlutfall þeirra sem smitast hafa af Covid og hlutfall þeirra sem lagst hafa inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins og eru óbólusett er mun hærra en hlutfall óbólusettra í samfélaginu heild.