Læknar og hjúkrunar­fræðingar á lungna­deild spítalans í Hvidovre í Dan­mörku eru undir miklu á­lagi og vonast til að fleiri Danir láta bólu­setja sig.
„Óbólu­settir eru þeir sem verða mjög veikir, líka þeir sem yngri eru,“ segir Aslaug Jørgen­sen hjúkrunar­fræðingur á Lunga­deild spítalans í Hvidovre.

Oli Dals­ga­ard yfir­læknir fyrr­nefndrar deildar segir í sam­tali við frétta­stofu TV 2 að yngra óbólu­sett fólk án undir­liggjandi sjúk­dóma sýkjast al­var­lega. Þá séu fleiri slík til­felli vera nú en í fyrri bylgjum far­aldursins.
„Sem heil­brigðis­starfs­maður finnst mér þetta ó­trú­lega svekkjandi, af því að það er hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir Dals­ga­ard. Hann hafi einnig á­hyggjur af komandi mánuðum og vonast til að fleiri danir láti bólu­setja sig fyrir veirunni en að­eins 75,8 prósent eru fullbólu­settir þar í landi.

Far­aldurinn í upp­siglingu


Í Dan­mörku greinast um 4000 ein­staklingar á dag í síðustu og yfir 400 inn­lagnir á sjúkra­hús. Þá segir töl­fræðin að á­hættan á því að smitast al­var­lega er fjórum sinni hærri hjá þeim óbólu­settu en bólu­settu.

Ný rann­sókn frá Sótt­varnar­stofnun Banda­ríkjanna (CDC) sýndi að fjór­tán af hverju fimm­tán sem létust af völdum kórónu­veirunnar þar í landi voru óbólu­settir.

Óbólu­settur hræddir við bólu­efnið


Kona að nafni Pia Jacob­sen er inni­liggjandi á lungna­deild spítalans í Hvidovre og segist hafa verið hrædd við að láta bólu­setja sig.
„Eftir að hafa þegið inflúensu­bólu­setningu fyrir nokkrum árum varð ég af­skap­lega lasin og var rúm­liggjandi í fimm vikur,“ segir Jacob­sen, en ef hún hefði verið betur upp­lýst um bólu­efnin fyrir kórónu­veirunni og myndi vita af hún myndi þola efnið hefði hún lík­lega þegið það.