Sótt­varnar­lænir hefur ráð­lagt öllum í­búum Ís­lands, sem eru ekki full­bólu­settir eða með vott­orð um fyrri sýkingu, að ferðast ekki til skil­greinda á­hættu­svæða, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Græn­land. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef land­læknis.

„Sótt­varna­læknir telur ekki tíma­bært að breyta á­hættu­svæðum nú og ráð­leggur á­fram í­búum Ís­lands sem ekki eru full bólu­settir (eða með stað­festa fyrri sýkingu) frá ferða­lögum á á­hættu­svæði,“ segir í til­kynninguni.

Þeir sem hyggja á ferða­lög eru beðnir að sýna var­úð og sinna per­sónu­legum sótt­vörnum þ.m.t. tíðum hand­þvotti, forðast mann­þröng og nánd eins og hægt er og nota and­lits­grímur þar sem það á við.

„Al­mennt kemur vörn bólu­efnis ekki fram fyrr en í fyrsta lagi 7–14 dögum eftir að bólu­setningu er lokið (mis­jafnt eftir bólu­efnum). Þá er ekki víst, eins og við á um öll bólu­efni, að bólu­setning með CO­VID-19 bólu­efni veiti vörn hjá öllum þeim sem fá bólu­setningu. Eins er ekki vitað um þennan sjúk­dóm hve lengi ó­næmi varir. Allir ættu því að fara í sýna­töku ef ein­kenna verður vart,“ segir í til­kynningunni.

Alls hafa 238.814 ein­staklingar fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni sam­kvæmt co­vid.is. Þá hafa 153.725 verið full­bólu­settir hér á landi en tölurnar voru upp­færðar í dag.