Þing­mönnum var heitt í hamsi á Al­þingi í dag eftir í ljós kom á fundi vel­ferðar­nefndar í morgun að ekkert bolar á ó­háðri skýrslu um for­sendur og á­hrif breytinga á fram­kvæmd skimunar fyrir krabba­meinum í leg­hálsi.

Tuttugu og sex þing­menn úr fjórum flokkum kröfðust þess að fá skýrsluna frá Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra. Sam­kvæmt þing­skapa­lögum verður ráð­herra við slíkri beiðni ef níu eða fleiri þing­menn leggja hana fram. Flutnings­menn beiðninnar eru úr Við­reisn, Sam­fylkingu, Pírötum og Mið­flokki.

Skýrsla ráð­herra á að verða kynnt á Al­þingi í næstu viku en þing­menn deildu um það í dag hvort ráð­herra hafi leitað til ó­háðs þriðja aðila við gerð hennar, eins beðið var um. Þá sögðu þing­menn ljóst að ekkert sam­ráð hafi verið haft við þing­flokka líkt og óskað hafi var eftir.

„Nú í morgun komu sér­fræðingar á þessu sviði fyrir vel­ferðar­nefnd og það er ó­hætt að segja að margt hafi komið fram sem gefur til­efni til þess að fara fram á það með fullum þunga og með öllum til­tækum ráðum að fá sýnin heim. Líf og heilsa kvenna er í húfi,“ sagði Anna Kol­brún Árna­dóttir, þing­maður Mið­flokksins. En meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á skimun fyrir leg­háls­krabba­meini eru að þær voru færðar frá Krabba­meins­fé­laginu til hins opin­bera nú eru leg­háls­sýnin flutt úr landi til greiningar í Dan­mörku.

Anna Kol­brún hvatti jafn­framt Svan­dísi til þess að breyta þessu fyrir­komu­lagi.

„Það er al­ger­lega ó­boð­legt að ætla að konum að bíða í full­kominni ó­vissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að það sé ekki hægt að skipta um skoðun. Ég bið hæst­virtan heil­brigðis­ráð­herra að gera það. Að skipta um skoðun og fá sýnin heim,“ sagði Anna Kol­brún.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­maður Við­reisnar og fyrsti skýrslu­beiðandi í málinu, sagði það aug­ljóst mál að skýrslan yrði ekki klár í næstu viku.

„Í skýrslu­beiðninni kemur fram að sam­ráð skuli haft við þing­flokka um að finna ó­háðan aðila til verksins. Sam­kvæmt þing­sköpum ætti þessi skýrsla verði kynnt okkur í þinginu hér í næstu viku. Það er nokkuð ljóst að svo er ekki. Enginn þing­flokkur kannast við það að hafa heyrt frá heil­brigðis­ráð­herra um þessa vinnu og það sem í vændum er. Í morgun kom fram á fundi vel­ferðar­nefndar að enginn þeirra sér­fræðinga í mála­flokknum kannast heldur við það að hafa fengið ein­hverjar upp­lýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað af hálfu ráð­herrans,“ sagði Þor­björg.

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar og for­maður Vel­ferðar­nefndar, sagði það væri graf­alvar­legt að ekkert bólaði á skýrslunni.

„Málið er ansi brýnt og það er þess vegna sem við erum að leita lið­sinnis for­seta alls þingsins að hann ýti á eftir því að þessu verði svarað. Það eru þúsundir kvenna úti í sam­fé­laginu sem fá engin svör sem eru búnar að fara í sýna­töku. Það eru læknar úti í sam­fé­laginu sem fá heldur ekki svör, niður­stöður sem eru jafn­vel komnar,“ sagði Helga Vala.

„Þetta kom fram á fundi vel­ferðar­nefndar í morgun og við fengum heimild til þess að greina frá því á opin­berum vett­vangi, form­lega heimild. Þannig að þetta er graf­alvar­legt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hags­munum fjöl­skyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í al­gjörri ó­vissu um heilsu­far sitt og það er ó­boð­legt og við verðum að fara að fá þessa skýrslu. En það virðist vera sem hún sé ekki enn þá hafin sú vinna sem nauð­syn­leg er,“ bætti Helga Vala við.

Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, sagði upp­lýsingar sem væru að koma fram frá fundi vel­ferðar­nefndar væru graf­alvar­legar.

„Breytingar á skimun á leg­háls- og brjósta­krabba­meini kvenna eru búnar að vera í al­gjörum ó­lestri. Á­stæðan fyrir því hvers vegna tekin var sú á­kvörðun að breyta ferlinu hefur verið ó­skýr. Fram­kvæmdin hefur verið klúðurs­leg, illa skipu­lögð og um­fram allt illa kynnt fyrir konum og að­stand­endum þeirra,“ sagði Rósa Björk.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ráðherra verður að finna bakkgírinn

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, tók í sama streng og fyrri ræðu­menn og sagði fréttirnar sem bárust á fundi vel­ferðar­nefndar „renna stoðum undir þann grun að þessi vinna væri ekki hafin a.m.k. ekki með þeim for­merkjum sem Al­þingi sam­þykkti ein­róma að fela ráð­herra að gera.“

„Ég hefði haldið að þessi skýrsla hefði bara getað verið prentuð út með því að ýta á lykla­borð af því hún lægi þær upp­lýsingar sem beiðnum hefðu legið til grund­vallar þessari veg­ferð. Það var al­deilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín.

„Síðan ætla ég að segja eitt: Ráð­herrar hæst­virtir eins og aðrir, jafn­vel frekar en aðrir, verða að finna bakk­gírinn þegar þeir eru búnir að keyra sjálfa sig og skjól­stæðinga heil­brigðis­kerfisins út í skurð,“ sagði Hanna Katrín.

Þinginu í lófa lagt að biðja um álit þriðja aðila

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, tók þá til máls og sagðist ekki vilja gera lítið úr því að það skipti máli að settum reglum sé fylgt í tengslum við skýrslu­beiðnir. Hins vegar væri það sér­stakt þegar krafist er skýrslu frá ráð­herra sem á að vera unnin af þriðja aðila.

„Ég get ekki setið hjá þessari um­ræðu þegar talið berst að þörfinni fyrir hlut­lausan þriðja aðila sem ráð­herra eigi að fela alla vinnuna hérna tel ég að þingið sé komið al­ger­lega út af sporinu. Skýrslu­beiðni til ráð­herra er til að ráð­herrann komi til þingsins og geri grein fyrir sinni af­stöðu, sinni fram­kvæmd á lögum og sínu á­byrgðar­sviði,“ sagði Bjarni.

„Þegar þingið er í­trekað farið að fela ráð­herrum og sein að koma með skýrslu og tekur sér­stak­lega fram að það verður að vera unnið á ein­hverjum allt öðrum heldur en ráð­herranum sjálfum. Það megi alls ekki setja sín fingra­för á málið. En síðan á ráð­herrann að koma til þingsins aftur með skýrsluna og standa á­byrg fyrir því sem í henni stendur. Þetta er al­gert rugl, virðu­legi for­seti,“ sagði Bjarni.

Hann bætti jafn­framt við að þingið ætli sjálft á nefndar­sviði að fela ó­háðum þriðja aðila að skoða ein­stök mál.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Mynd/Fréttablaðið

Jón Stein­dór Valdimars­son, þing­maður Við­reisnar, sagði Bjarna vera hengja sig á forms­at­riðunum. „Skýrslu­beiðnin er úr garði gerð. Það er búið að biðja um hana. Al­þingi er búið að sam­þykkja hana og ráð­herranum ber skylda til að bregðast við,“ sagði Jón Stein­dór.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, tók undir með Bjarna og sagði að Al­þingi þyrfti að gera það upp við sig ef það vill sjálft stýra því hverjir koma að gerð skýrslu.

„Vegna þess að vandinn sem upp kemur er þessi sem forseti vonar að honum hafi tekist það útskýra án þess að hleypa hér öllu í loft upp, að eftir að Alþingi hefur beðið ráðherranum skýrslunni af, verður hin lagalega og pólitíska ábyrgð ekki frá ráðherranum tekin. Það er þannig og á ekki að þurfa að hafa um það fleiri orð,“ sagði Steingrímur.

Hann lofaði að grennslast fyrir um stöðu málsins og spurði síðan hvort menn vildu halda áfram ræða þetta mál undir málefninu fundarstjórn forseta.