Að öll­um lík­ind­um hef­ur þjóð­in eign­ast ó­birt ljóð úr fór­um eins allr­a dáð­ast­a ljóð­skálds lands­ins, en sag­an á bak við það er fög­ur og hjart­næm.

Lít­il saga er heit­i á 19 er­ind­a ljóð­a­bálk­i sem kom­inn er í leit­irn­ar, en tal­ið er full­víst að hann hafi ver­ið ort­ur af þjóð­skáld­in­u Dav­íð Stef­áns­syn­i, enda bera stíll ljóðs­ins og rit­hönd­in þess aug­ljós merk­i.

Fyrst­a er­ind­ið er á þess­a vegu:

Ein lít­il saga lif­ir í huga mér
mig lang­ar til að segj­a hana þér,
hver get­ur hugg­að harm­i þrungn­a sál
því eru von­ir stund­um svik og tál.

Ljóðin.

„Við erum á því að þett­a sé skól­a­ljóð eða bernsk­u­verk áður en Svart­ar fjaðr­ir komu út,“ seg­ir Haraldur Þór Egils­son, safn­stjór­i Minj­a­safns­ins á Akur­eyr­i, sem fékk ljóð­a­bréf­ið í hend­urn­ar fyr­ir nokkr­um dög­um, en hann hef­ur bor­ið það und­ir sér­fræð­ing­a í höf­und­ar­ferl­i Dav­íðs og tel­ur varl­a efa leik­a leng­ur á um að hér hafi Dav­íð hald­ið á penn­a .

„Rit­hönd­in er lík þeim eig­in­hand­ar­verk­um Dav­íðs sem ég hef get­að bor­ið sam­an við,“ bæt­ir hann við, en þó sé meg­in­á­stæð­a þess að menn hald­i að ljóð­ið sé kom­ið úr fór­um Dav­íðs sú að það var í vörsl­u og virð­ist hafa ver­ið ort til ná­inn­ar æsk­u­vin­kon­u Dav­íðs, sem var sveit­ung­i hans við ut­an­verð­an Eyj­a­fjörð.

Sú var Helg­a Gunn­laugs­dótt­ir frá Ytri Reist­ar­á og síð­ar á Hjalt­eyri, fædd 5. mars 1893, tveim­ur árum fyrr en Dav­íð sjálf­ur, en hann þótt­i hænd­ur mjög að Helg­u á sín­um æsk­u­ár­um, svo sem sveit­ung­ar hans hafa haft á orði.

„Það er byrj­end­a­brag­ur á kvæð­in­u, en ang­ur­værð­in er í anda Dav­íðs, seg­ir mér fróð­ar­a fólk,“ seg­ir Haraldur Þór og rifj­ar á­fram upp til­drög þess að ljóð­a­bréf­ið barst í hend­ur hans.

„Ljóð­a­bréf­ið var lengst af í fór­um Stef­áns Lár­us­ar Árna­son­ar, son­ar Helg­u, en hann var fædd­ur 1935 og aug­ljóst er að hann hef­ur geymt það fyr­ir móð­ur sína bæði vel og leng­i,“ seg­ir Haraldur Þór.

Það hafi svo ver­ið fimm dæt­ur Stef­áns, þær Helg­a, Stell­a, Sig­rún, Erla og Hall­a, sem færð­u Dav­íðs­hús­i ljóð­a­bréf­ið að gjöf á dög­un­um, en Minj­a­safn­ið sér um rekst­ur þess.