Skóla­stjóra­fé­lag Vest­fjarða tekur undir á­lyktun skóla­stjóra í Kópa­vogi um að það sé „al­ger­lega ó­á­sættan­legt að leggja fyrir sam­ræmd próf í í ó­full­nægjandi próf­kerfi“ og að réttast væri að fella þau niður þetta árið. Þetta kemur fram í á­lyktun fé­lagsins að loknum fundi í dag.

„Að prófunum sé frestað getur skapað ó­vissu og valdið kvíða hjá nem­endum auk þess sem það hefur á­hrif á annað skipu­lag skóla­starfsins. Skóla­stjórn­endur á Vest­fjörðum hvetja mennta­yfir­völd til að endur­skoða fyrir­lögn sam­ræmdra prófa og taka til­gang þeirra og mark­mið til gagn­gerrar skoðunar.,“ segir í á­lyktun Skóla­stjóra­fé­lags Vest­fjarða

Fresta þurfti sam­ræmdum prófum fyrr í vikunni vegna þess að nem­endur annað hvort duttu úr úr prófa­kerfinu eða gátu ekki skráð sig inn. Lilja D. Al­freðs­dóttir, mennta­mála­ráð­herra, sagðist ekki sátt við það og að það hefðu verið fram­kvæmdar nokkrar prófanir á kerfinu. Hún sagði að á næsta ári eigi að inn­leiða annað mats­kerfi sem nú er í kostnaðar­greiningu. Um­boðs­maður barna sagði að það ætti að leggja prófin af þar til að það finnst kerfi sem virkar.

„Ég veit í raun ekki hvað er verið að kanna annað en álag“

Fram­kvæmd sam­ræmdu prófanna var til um­ræðu á fundi fræðslu­ráðs Hafnar­fjarðar í gær.

„Á heima­síðu um­boðs­manns barna stendur að haft hafi verið eftir for­stjóra Mennta­mála­stofnunar að stuðst sé við al­ger­lega ó­við­unandi prófa­kerfi og að Mennta­mála­stofnun hafi í­trekað bent ráðu­neytinu á að ef leggja eigi próf fyrir með þessum hætti, þá þurfi betra prófa­kerfi. Það er ekkert sem bendir til þess að slíkt verði komið fyrir 26. mars,“ segir í bókun færslu­ráðs Hafnar­fjarðar.

Kristín Thor­odd­sen for­maður fræðslu­ráðs segir í sam­tali við Hafn­firðingur.is að það sé al­farið á val og vald mennta­mála­ráð­herra að taka á­kvörðun um að standa með börnunum og leggja ekki prófið fyrir aftur í ár.

„Kennarar og nem­endur hafa lýst upp­lifun sinni á próf­deginum í vikunni og ljóst að börnin, mörg hver, upp­lifðu van­líðan og kvíða í kjöl­farið,“ segir Kristín sem vill jafn­framt að prófin verði jafn­vel af­lögð í þeirri mynd þau eru núna.

„Ég veit í raun ekki hvað er verið að kanna annað en álag hjá börnum og vona inni­lega að þessu verði hætt, en til þess þarf kjark og þor og vona ég svo sannar­lega að mennta­mála­ráð­herra hafi það í þessu máli,“ segir hún jafn­framt.