Al­þýðu­sam­band Ís­lands segir mikil­vægt að stjórn­völd, fjár­mála­stofnanir og aðrir kröfu­hafar komi til móts við fólk í ljósi CO­VID-19 far­aldursins en far­aldurinn hefur á­hrif á at­vinnu og af­komu heimila í landinu. Öllu máli skipti að tryggja af­komu­öryggi heimila og að setja heilsu fólks í for­gang.

„Liður í þessu er að opin­berir aðilar, sveitar­fé­lög, fjár­mála­stofnanir, leigu­fé­lög, líf­eyris­sjóðir og aðrir kröfu­hafar sýni sann­girni og sveigjan­leika varðandi greiðslu­fresti á meðan mesta ó­vissan stendur yfir,“ segir í til­kynningu ASÍ um málið. Þá sé mikil­vægt að fólki gefist tæki­færi til að dreifa greiðslum og lenga í lánum svo greiðslu­byrði verði ekki of mikil.

Sam­bandið beinir því til banka, fjár­mála­stofnana, líf­eyris­sjóða og leigu­fé­laga, sem hafa til­kynnt um rýmri úr­ræði fyrir heimili, að hafa skuli að leiðar­ljósi að upp­lýsa ein­stak­linga með skýrum og greinar­góðum hætti hvað felur í úr­ræðunum og hvaða leiðir hægt sé að fara til að draga úr lang­tíma­á­hrifum á fjár­hag heimilanna. Kostnaði við inn­heimtur skuli einnig vera haldið í lág­marki.

„Al­þýðu­sam­bandið telur með öllu ó­á­sættan­legt að kröfu­hafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum við nú­verandi að­stæður. ASÍ mun á næstunni fylgjast náið með þeim greiðslu­erfið­leika­úr­ræðum sem boðið verður upp á og þeim þjónustu­gjöldum sem inn­heimt verða vegna þeirra,“ segir að lokum í til­kynningunni.