Hafnarfjörður

Óánægju gætir meðal árrisulla sundlaugargesta

Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir nýja opnunartíma sundlauga þar í bæ hafa verið samþykkta með góðri trú. Mikil óánægja er með opnunartímana.

Gunnar Axel Axelsson segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú. Mynd/Samsett

Óánægju er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar.

Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar.

Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“

Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár.

„Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kosningar 2018

Endurtelja í Hafnarfirði á morgun

Hafnarfjörður

Ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður

Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð í Firðinum

Auglýsing

Nýjast

Bretar beiti sér ekki gegn dauða­refsingu „Bítlanna“

Stunginn í hálsinn á Akra­nesi í nótt

Tveir mánuðir fyrir heimilis­of­beldi

Þrír handteknir í tengslum við sýruárás

Tugir myrtir í fjórum árásum

Einn látinn og þrettán særðir eftir skot­á­rás í Tor­onto

Auglýsing